Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?
Lesendarýni 15. júní 2022

Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands

Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna Bændasamtaka Íslands fyrir félagsgjöldum ársins 2022.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Greiðsluseðlarnir ættu að vera komnir í heimabanka félagsmanna. Greiðsla þessara seðla er lykilforsenda fyrir því að Bændasamtökin geti haldið úti starfi sínu.

Og til hvers, spyrja sumir, hvað gera Bændasamtök Íslands í raun og sann? Svarið er einfalt; Bændasamtökin sinna öflugri hagsmunagæslu fyrir bændur og hefur sú hagsmunagæsla sjaldan ef nokkurn tíma verið eins mikilvæg!

Þeir fordæmalausu tímar þar sem sjálfbærni um fæðuöryggi þjóðar hefur aldrei skipt jafn miklu máli og nú, sýna enn og aftur fram á mikilvægi og nauðsyn þess að Bændasamtökin geti sinnt starfi sínu.

Varið hag bænda og kjör, leitt gerð búvörusamninga, talað fyrir auknum stuðningi, gætt þess að reglugerðir og aðrar lagasetningar íþyngi ekki bændum, gætt hagsmuna bænda í óteljandi fjölda nefnda og ráða, kynnt og talað fyrir gæðum landbúnaðar innanlands og erlendis og gefið út eitt mest lesna dagblað landsins, sem dreift er frítt um land allt, hvar þú ert einmitt að lesa þessa grein. En styrkur samtakanna endurspeglast í getu Bændasamtakanna til að halda úti starfsemi sinni.

Aðild að Bændasamtökunum og greiðsla félagsgjaldanna er þannig beinn stuðningur við hagsmuni félagsmanna. Stendur þú ekki
örugglega með þér sjálfum, kæri bóndi?

Athygli er vakin á því að ekki leggst innheimtukostnaður á kröfuna. Þeir sem vilja skipta greiðslunni geta gert það í heimabanka eða í gegnum þjónustufulltrúa í bankanum.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...