Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samið um kjötútflutning til Hong Kong
Fréttir 19. júní 2014

Samið um kjötútflutning til Hong Kong

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Opnað hefur verið fyrir útflutning á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum.

Unnið hefur verið því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við þarlend yfirvöld frá árinu 2011 og tók Matvælastofnun meðal annars á móti sendinefnd frá Hong Kong síðastliðið haust sem tók út íslenska kjötframleiðslu.

Með samningnum er heimilt að flytja út kjöt til Hong Kong sé það unnið í samþykktri starfsstöð og fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út af Matvælastofnun. Innflytjendur þurfa svo að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.

Ágúst Andrésson, formaður Samtaka afurðastöðva, fagnar þessum samningum. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, þarna opnast tækifæri til útflutnings sem við getum nýtt til markaðssetningar á íslenskum afurðum. Við höfum verið að ýta á eftir því að gengið yrði frá þessu samkomulagi og það er fagnaðarefni að það skuli nú vera í höfn.“

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...