Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samið um kjötútflutning til Hong Kong
Fréttir 19. júní 2014

Samið um kjötútflutning til Hong Kong

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Opnað hefur verið fyrir útflutning á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum.

Unnið hefur verið því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við þarlend yfirvöld frá árinu 2011 og tók Matvælastofnun meðal annars á móti sendinefnd frá Hong Kong síðastliðið haust sem tók út íslenska kjötframleiðslu.

Með samningnum er heimilt að flytja út kjöt til Hong Kong sé það unnið í samþykktri starfsstöð og fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út af Matvælastofnun. Innflytjendur þurfa svo að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.

Ágúst Andrésson, formaður Samtaka afurðastöðva, fagnar þessum samningum. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, þarna opnast tækifæri til útflutnings sem við getum nýtt til markaðssetningar á íslenskum afurðum. Við höfum verið að ýta á eftir því að gengið yrði frá þessu samkomulagi og það er fagnaðarefni að það skuli nú vera í höfn.“

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...