Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fimm nýjum kerjum verður bætt við stöðina í Öxarfirði hjá Samherja. Stækkunin mun kosta fyrirtækið tæplega tvo milljarða króna.
Fimm nýjum kerjum verður bætt við stöðina í Öxarfirði hjá Samherja. Stækkunin mun kosta fyrirtækið tæplega tvo milljarða króna.
Mynd / Samherji
Fréttir 17. febrúar 2022

Samherji stækkar fiskeldisstöð sína í Öxarfirði fyrir tæpa tvo milljarða

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verklegar framkvæmdir við stækk­un landeldisstöðvar Fisk­eldis Samherja í Öxarfirði, Silfur­stjörnunnar, hófust form­lega um síðustu mánaðamót þegar Bene­dikt Kristjánsson tók fyrstu skóflu­stunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. 

„Sennilega er þetta stærsta verkefnið á sviði atvinnumála á svæðinu síðan Silfurstjarnan var byggð árið 1998, kostnaðurinn er á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna.

Við höfum náð ágætis árangri í rekstrinum hérna enda eru aðstæð­urnar hérna að mörgu leyti ákjósanlegar,“ segir Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði. Hann er ánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar.

Byggð verða fimm ný ker sem verða um helmingi stærri að um­fangi en stærstu kerin sem fyrir eru. Auka þarf sjótöku, byggja hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði. 

Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði, er hæstánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar í Öxarfirði.

40.000 tonna landeldi

Fiskeldi Samherja áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á næstu árum og tengist stækkunin í Öxarfirði þeim áformum.

„Já við getum sagt að þessi mikla stækkun Silfurstjörnunnar sé nokkurs konar undanfari þessa stóra verkefnis á Reykjanesi, við ætlum að nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst hérna fyrir norðan þegar uppbyggingin hefst fyrir alvöru fyrir sunnan. Þetta  eflir klárlega samfélagið í Norðurþingi og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með því öfluga heimafólki sem hérna starfar,“ bætir Arnar Freyr við. 

Mikil tilhlökkun

Mikil tilhlökkun er fyrir stækkun stöðvarinnar, það skynjar Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar vel.

Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar, segir mikla tilhlökkun hjá starfsfólki og öllum á svæðinu fyrir stækkun stöðvarinnar.

„Já, sannarlega, Silfurstjarnan er stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Með þessari stækkun fjölgar starfsfólki og þjónustuaðilar fá aukin verkefni. Þessi starfsemi styrkir svæðið svo um munar sem matvælahérað, enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi ákjósanlegar. Ég hef starfað hérna frá upphafi og þess vegna fylgst ágætlega með rekstrinum.

Héðan fara vikulega milli 20 og 30 tonn af laxi og með stækkun aukast umsvifin verulega. Ég er því full tilhlökkunar.“    

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...