Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skagaströnd, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa endurnýjað samstarfssamning milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
Adolf Berndsen, stjórnarformaður BioPol á Skagaströnd, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa endurnýjað samstarfssamning milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
Líf og starf 13. mars 2020

Sameiginlegt markmið að nýta sérþekkingu sem best

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Samstarfssamningur milli BioPol á Skagaströnd og Háskólans á Akureyri var endurnýjaður á dögunum og gildir til næstu fimm ára. BioPol og háskólinn hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2007.
 
Sjávarlíftæknisetrið BioPol, sem stofnað var á Skagaströnd í september 2007, hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem meðal annars hafa miðað að því að kortleggja vannýtt tækifæri, til verðmætasköpunar, innan íslensks sjávarútvegs. Átta vel menntaðir starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn starfa hjá félaginu. Á starfstíma félagsins hefur verið byggð upp fullkomin rannsóknaaðstaða ásamt vottuðu vinnslurými sem nýtist frumkvöðlum og smáframleiðendum.
 
Háskólinn á Akureyri hefur boðið upp á meistaranám í sjávarútvegs- og auðlindafræðum. Kennsla í sjávarútvegsfræði hefur frá upphafi farið fram í samstarfi við innlend sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í tengdum greinum og þeirra á meðal er BioPol á Skagaströnd.
 
Skagaströnd. Mynd / HKr.
 
Nýta sérþekkingu sem best
 
Mikil ánægja er meðal forráðamanna og starfsmanna BioPol með samstarfið við Háskólann og sú ánægja er gagnkvæm segir í til­kynningu á vefsíðu félagsins. Í því ljósi hafi nú verið gerður nýr samningur um áframhaldandi samstarf og fjalli hann einkum um rannsóknir og tækniþróun á sviði sjávarlíftækni, matvælafræði og tengdra sviða. Í því felist m.a. að skilgreina ný rannsóknaverkefni en helsti styrkleiki samstarfsins byggi á samlegð mismunandi sérfræðiþekkingar og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefnum.
 
„Sameiginlegt markmið beggja er að að nýta sem best sérþekkingu þá sem samningsaðilar búa yfir auk þess sem samningnum er ætlað að bæta aðgengi vísinda­manna og nemenda HA að sérfræð­iþekkingu og aðstöðu BioPol og aðgengi sérfræðinga BioPol að sérfræðingum HA og aðstöðu,“ segir í tilkynningunni.
 
Geta auglýst stöðu sérfræðings
 
Í stjórn BioPol sitja fimm stjórnar­menn og þar af einn frá HA. Með þeim hætti leggur HA til verkefnisstjóra með þekkingu á sjávarlíftækni, hagnýtri örverufræði, vinnslutækni matvæla, nýsköpun og atvinnuþróun. Starfsstöð hans er við Háskólann á Akureyri en verkefnið er fyrst og fremst mótun faglegra áherslna samstarfsins og utanumhald rannsóknarverkefna. Allt frá stofnun BioPol hefur dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við HA, sinnt þessu hlutverki.
 
Samningurinn tilgreinir jafnframt að BioPol getur auglýst stöðu sérfræðings sem staðsettur verður hjá BioPol á Skagaströnd en staðan er til komin vegna vinnu svokallaðrar NV nefndar  sem starfaði fyrir forsætisráðuneytið árið 2008.                           
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f