Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arnarstapi á Snæfellsnesi. Við eigum bara eina jörð og berum öll sameiginlega ábyrgð á henni.
Arnarstapi á Snæfellsnesi. Við eigum bara eina jörð og berum öll sameiginlega ábyrgð á henni.
Mynd / HKr.
Leiðari 19. nóvember 2015

Sameiginleg ábyrgð

Höfundur: Sigurður Eyþórsson
Í næsta mánuði verður í París alþjóðleg loftslagsráðstefna þar sem freista á þess að ná samkomulagi á heimsvísu um aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingu. Þar koma saman fulltrúar nærri allra ríkja heims til að reyna að ljúka samningi sem ætlunin er að leysi Kyoto-samkomulagið af hólmi þegar það rennur sitt skeið árið 2020.  
 
Viðræðurnar sjálfar hafa staðið mánuðum saman en á fundinum koma leiðtogar ríkjanna saman til að klára málið. Takmarkið er að semja um trúverðugar og raunhæfar aðgerðir til að halda hlýnun jarðar innan við 2 gráður á Celsíus.
 
Það er ekki einfalt mál. Hagsmunirnir eru miklir og koma við efnahag allra ríkja heims. Meðal annars eru tillögur um fjárhagslegan stuðning til að auðvelda snauðari ríkjum heims að minnka losun og hjálpa þeim að takast á við þær breytingar sem þegar hafa orðið. Þar er verið að tala um mikla fjármuni – um 100 milljarða dollara á ári frá 2020. Áhrifin eru þegar komin fram víða, í formi veðurfarsöfga, aukinna flóða, þurrka og hækkandi sjávarstöðu. Það sem hefur þó breyst á síðustu árum er að núna eru nær allir orðnir sammála um að aðgerða sé þörf – ef ekki á illa að fara. Sú staða var ekki uppi þegar síðast var reynt að semja um þessi mál í Kaupmannahöfn 2009 og þeim fundi lauk án niðurstöðu.
 
Ekki til neitt plan B og engin pláneta B
 
Miklar vonir eru bundnar við að vel takist til.  Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að ekki sé annað í boði en að semja: „Við erum ekki með neitt plan B því við erum ekki að fást við neina plánetu B,“ sagði hann fyrir skömmu.  Parísarfundurinn hefur líka verið kallaður mikilvægasti fundur í sögu mannkyns. Slíkt eru stór orð sem vissulega má deila um en undirstrika eftir sem áður alvarleika málsins.
Norðurlöndin hafa mótað sameiginlega sýn um að  beita sér fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum og stefna að því að hagkerfin í samfélögum þeirra verði í stakk búin til að takast á við loftslagsbreytingar, nýti orku á skilvirkan hátt og haldi losun kolefna í lágmarki. Frá því um miðjan 10. áratug 20. aldar hafa Norðurlöndin verið í forystu meðal iðnríkja sem hefur tekist að skilja á milli losunar gróðurhúsalofttegunda og hagvaxtar.  
 
Ýmsir nýir möguleikar í landbúnaði 
 
Hér á landi og víðar á Norðurlöndum hafa orðið breytingar sem veita ýmsa nýja möguleika í landbúnaði m.a. með því að ræktunarskilyrði verða á ýmsan hátt auðveldari. Því geta þó fylgt ókostir á móti, m.a. eiga ýmis sníkjudýr, áður óþekkt, færi á að ná fótfestu hér auk þess sem veðurfarsöfgar hafa neikvæð áhrif hér sem annars staðar. Bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi er hraðari en nokkru sinni fyrr og mun eiga sinn þátt í hækkun sjávarborðs. Breytingar af völdum loftslagsbreytinga munu því fyrr eða síðar hafa áhrif á lífsskilyrði fólks og dýra hér á norðurslóðum eins og annars staðar í veröldinni. 
Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt
 
Íslensk stjórnvöld eru nú að undirbúa sínar tillögur fyrir Parísarfundinn sem kynnt verða á næstu dögum.  Atvinnulífið hefur þar tekið virkan þátt og hafa nú yfir 100 fyrirtæki, þar á meðal mörg stærri fyrirtækja landsins, skrifað undir yfirlýsingu þar sem þau skuldbinda sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þau munu einnig mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu mála. Sjávarútvegurinn hefur unnið að stefnumótun á sínu sviði sem m.a. miðar að orkusparnaði og bættri orkunýtingu.
 
Margir möguleikar fyrir íslenskan landbúnað
 
Landbúnaðurinn þarf einnig að leggja sitt af mörkum um leið og gerir það nú þegar með því að framleiða matvæli sem ekki þarf að flytja um langan veg hingað.
 
Á vegum Bændasamtakanna hefur jafnframt verið unnið að hugmyndum sem gætu nýst á þessu sviði og undanfarið hefur Ari Trausti Guðmundsson fjallað um þessi mál í víðu samhengi hér í Bændablaðinu. Vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum til að vinna með greininni að útfærslu þeirra. Þar eru um marga kosti að ræða – til dæmis aukna skógrækt, uppgræðslu og aðra ræktun sem getur bundið kolefni. Þá eru tækfæri til að draga úr myndun úrgangs, bæta orkunýtingu og auka hlut innlendrar endurnýjanlegrar orku – eins og annars staðar í atvinnulífinu og  samfélagi okkar í heild. Þá má hugsa sér aukna endurheimt votlendis og frekari verkefni bænda við landvörslu og náttúruvernd. Margir fleiri möguleikar eru fyrir hendi en miklu skiptir að landbúnaðurinn leggi sitt af mörkum í þessu stóra verkefni – eins og við öll.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?