Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu
Í deiglunni 18. apríl 2023

Samdráttur í kjötframleiðslu á landinu

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Á síðasta ári var markaðshlutdeild erlends kjöts rúm 16% og jókst hún um þrjú prósentustig frá árinu á undan, sem er næstmesta aukning markaðshlutdeildar untdanfarinn áratug.

Í umræðu um stöðu innlendrar framleiðslu og samkeppni frá innflutningi hefur oft verið rætt um erfiðleika íslenskra frumframleiðenda til að svara síbreytilegri eftirspurn tengda auknum íbúafjölda og ferðamanna. Er það talið vera ein af meginforsendum síaukins innflutnings. Er það vissulega rétt að kjötframleiðsla á sér yfirleitt langan aðdraganda og erfitt er að auka framleiðslu á augabragði. Raunin er hins vegar orðin sú að íslensk framleiðsla kjöts er ekki aðeins að dala miðað við fólksfjölgun heldur er hún farin að minnka í heild sinni. Árið 2022, árið sem ferðamannafjöldinn kom til baka af fullu afli eftir heimsfaraldur, lækkaði heildarframleiðslumagn íslensks kjöts um rúm 620 tonn. Mestu munaði þar um áframhaldandi samdrátt á lambakjöti.

Markaðsumhverfi íslenskra matvælaframleiðenda skorðast ekki aðeins við hraða framleiðslunnar heldur einnig við hátt kostnaðarverð sem ekki verður flúið þegar hún fer fram á landi með jafn mikil lífsgæði og raun er á Íslandi. Erfitt er fyrir íslensk fyrirtæki að keppa við erlend stórfyrirtæki um framleiðslu sem oft er talin einsleit af neytendum og ódýrasti kostur oftast valinn. Nú virðist vera kominn ákveðinn vendipunktur í kjötframleiðslu á landinu. Innflutningur er því ekki aðeins að mæta íbúafjölgun og ferðamannastraumi heldur er farinn að kroppa í íslenska framboðið. Á því verði sem býðst á markaðnum núna hefur vægi tollverndarinnar dvínað, samkeppnin harðnað og spurning um hver næstu skref verða.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...