Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Í dag er saltfiskur sem er verkaður hér á landi að mestu fluttur til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals, hann útvatnaður þar og seldur sem tilbúin neysluvara. Með því að útvatna verkaðan fisk eftir söltun og senda tilbúna neysluvöru úr landi, er möguleiki á að bæta afkomu íslenskra saltfisksframleiðenda, auka heildarnýtingu í framleiðslu, og um leið að koma til móts við kröfur markaðarins.

Verkefnið er samstarfsverk­efni milli Matís, Háskóla Íslands, Þorbjarnar, Vísis og Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­eyjum. Áætlað er að verkefninu „Saltfiskur til framtíðar“ ljúki í árslok 2022. Við lok verkefnisins verða birtar skýrslur og/eða vísindagreinar um niðurstöður geymsluþolsrannsókna og áhrif söltunaraðferða og samsetningar vatns á útvötnun saltfisks, sem og nýtingu hraðvirkra mæliaðferða.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...