Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Mynd / ANR
Fréttir 11. júní 2021

Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sauðfjárbændur og atvinnuvegaráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um verkefnið „Betri gögn, bætt afkoma“ sem gengur út á að auka rekstrarráðgjöf til sauðfjárbúa og bæta afkomu bænda. Ætlunin er að efla núverandi verkefni Ráðgjafarmiðstöðvarinnar (RML) á sviði afkomuvöktunar sauðfjárbúa verulega og fjórfalda stærð þess á samningstímanum. Gögnin verða nýtt til að auka leiðsögn til þátttakenda um tækifæri til hagræðingar í sínum rekstri í ljósi þeirra gagna sem þeir skila inn. RML mun veita ráðgjöf til þátttakenda á einstaklingsgrunni sem byggir á styrkleikum og veikleikum hvers og eins.

Umtalsverð tækifæri til hagræðingar að mati ráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þakkaði fulltrúum RML og LS fyrir samstarfið og að koma því á fót. „Staðreyndin er sú að gögn frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að það eru til staðar umtalsverð tækifæri til hagræðingar í íslenskum sauðfjárbúskap. Meginmarkmið þessa samkomulags er að gera bændum kleift að hagræða í sínum rekstri og bæta þannig afkomu þeirra til skemmri og lengri tíma,“ sagði Kristján Þór.

Fáum betri yfirsýn um rekstur sauðfjárbúa

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði bændur hafa miklar væntingar til verkefnisins. „Með aukinni þátttöku bænda munum við fá enn betri yfirsýn yfir rekstur búanna og betri gögn til að vinna með. En verkefnið mun líka nýtast til þess hver og einn bóndi geti borið sig saman við sambærileg bú og þannig greint styrkleika og veikleika í sínum rekstri.“

Mikill breytileiki er í afkomu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur sem áður sagði unnið að verkefninu „afkomuvöktun sauðfjárbúa“ undanfarin ár en það snýr að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Gögnin hafa síðan verið notuð til þess að leiðbeina bændum um sinn rekstur. Niðurstöður verkefnisins sýna að umtalsverð tækifæri eru til staðar til hagræðingar en mikill breytileiki er í afkomu búanna, að mati RML. Samkvæmt samkomulaginu byggir verkefnið á þessari vinnu RML. 

Viðhorfskönnun meðal sauðfjárbænda í undirbúningi

Í fregn á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að verkefnið sé liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021. Þar kemur einnig fram að það standi til að gera viðhorfskönnun meðal sauðfjárbænda til að meta nánar stöðu og horfur í greininni, s.s. viðhorf til núverandi stuðningskerfis, afstöðu til loftslagsmála, vinnuálag við reksturinn og fleira.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.