Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Subaru STI E-RA  hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og  heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Subaru STI E-RA hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Mynd / Subaru Tecnica International
Á faglegum nótum 23. mars 2022

Ríflega þúsund hestafla rafknúin Subaru ofurkerra

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nú er loksins að hilla undir almennilega rafmagnskerru á mark­aðinn fyrir bændur og búalið þegar mikið liggur við yfir há­bjarg­ræðistímann í sveitinni.

Subaru Tecnica International, mótor­sportarmur Subaru, kynnti nefnilega í ársbyrjun nýjan hug­myndabíl. Þetta er rafknúinn STI E-RA með fjórum mótorum sem geta skilað allt að 1.073 hest­öflum.

Hætt er við að gamli Land Roverinn sýnist kyrrstæður og jafnvel í bakkgír þótt fjölin sé negld í botn þegar Siggi á Næstabæ svífur hljóðlaust fram úr á ofsahraða út heimreiðina á splunkunýja STI E-RA bílnum. Slíkt farartæki var kynnt sem hugmyndabíll á Tokyo Auto Salon fyrir skömmu og er hugsað til að hjálpa Subaru Tecnica International að þróa rafbíla framtíðarinnar. Með smíði á svona ofurkerru hyggjast menn öðlast reynslu og þjálfun í nýrri tækni.

Með stýringu á öllum

Hugmyndabíllinn er með „stýringum á öllum hjólum“ til að hámarka grip og auka stöðugleika í akstri. Farartækið er búið liþíum-jóna 60 kW rafhlöðu. Hún á að duga til að knýja rafmótor­ana fjóra sem eru þróaðir af Yamaha.

Samkvæmt STI er mótorinn af því sem kallað er „high-torque high-revolution“ gerð og á að geta skilað hámarksafköstum upp á 1.073 hestöfl (789 kW). Til samanburðar er einn öflugasti rafbíllinn sem kynntur hefur verið til þessa, hugmyndabíll C_Two frá Rimac sem á að skila 1.914 hestöflum (1.408 kW).

Subaru STI Solterra rafmagnsjeppi.

Einn mótor fyrir hvert hjól

STI E-RA bíllinn er með fjóra mótora sem tengdir eru beint út í hvert hjól til að tryggja hámarks svörun. Þetta kerfi er hannað samkvæmt reglugerðum sem settar eru fyrir FIA E-GT, sem gæti bent til þess að ætlunin sé að nota bílinn í keppni. STI hefur nefnt nokkur markmið fyrir STI E-RA bílinn. Þar á meðal að klára 400 sekúndna hring í Nuerburgring.

Fyrirtækið vonast til að þetta verði mögulegt á næsta ári, eftir prófanir á japönskum akstursbrautum á yfirstandandi ári.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...