Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu
Fréttir 3. apríl 2023

Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: ghp

Riða hefur greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Unnið er að undirbúningi aðgerða samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð.

,,Í síðustu viku höfðu bændurnir á bænum samband við Matvælastofnun og tilkynntu um veikar kindur með einkenni sem gætu bent til að um riðu væri að ræða. Starfsfólk stofnunarinnar fór á bæinn og tók sýni. Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest greiningu á riðu. Undirbúningur aðgerða er hafinn. Á bænum eru 690 kindur og verður þeim öllum lógað eins fljótt og kostur er. Sýni verða tekin úr fénu til rannsóknar á riðu og arfgerðagreiningar. Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Í ljósi þess að mest hætta er á smitdreifingu við sauðburð er mikilvægt að þeim kindum verði einnig lógað sem fyrst.

Bærinn er í Miðfjarðarhólfi en riða hefur aldrei greinst í því og það því fallið undir skilgreininguna ósýkt svæði, sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Vegna þessarar greiningar er hólfið nú skilgreint sem sýkt svæði. Sú megin breyting sem það hefur í för með sér er að óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé," segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Upplýsingasíða Matvælastofnunnar um riðu.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...