Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017
Mynd / BBL
Fræðsluhornið 22. febrúar 2019

Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017

Höfundur: María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Undanfarna tvo vetur hefur Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins unnið að átaksverkefni í sauðfjár­rækt undir yfirskriftinni „Auknar afurðir – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið naut styrks af fagfé sauðfjárræktar þannig að hvert þátttökubú greiddi 35% af kostnaði við vinnu verkefnis. Allt í allt telur gagnagrunnurinn núna gögn frá 60 sauðfjárbúum um land allt fyrir árin 2014–2017. 
 
Árið 2017 stóðu þessi 60 sauðfjárbú undir 7,5 % af lands­framleiðslu dilkakjöts í landinu. Veginn framleiðslukostnaður á hvert kíló dilkakjöts er skv. þessu á bilinu 1.000 til 1.100 krónur. Í töflu 1 sem fylgir hér með eru meðaltöl fyrir einstaka kostnaðarliði eftir árum í gagnasafni verkefnisins.
 
Til viðbótar við þessa kostnaðar­greiningu var einnig unnið með skýrsluhaldsgögn sömu búa við heildargreiningu gagnasafnsins. Þó gagnasafnið sé mjög gott þá er það ekki lýsandi fyrir sauðfjárræktina í heild sinni því þegar meðaltöl fyrir skýrsluhaldsliði þátttökubúa eru skoðuð til samanburðar við skýrsluhaldsbú með fleiri en 300 ær standa þátttökubúin betur líkt og tafla 2 gefur til kynna fyrir árið 2017. Þetta atriði en nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um niðurstöðurnar.
 
 
Forsendurnar að baki liðunum
 
Ásetningshlutfall m.v. ærgildi: Hlutfall vetrarfóðaðra kinda m.v. skráð ærgildi.
Framleiðslukostnaður: Heildar­útgjöld án fjármagnsliða og afskrifta deilt með fjölda kílóa af dilkakjöti.
Afurðatekjur: Tekjur af seldu dilkakjöti, kjöti af fullorðnu fé, seldri ull, heimanot og seldu líffé.
Opinberar greiðslur: Tekjur vegna greiðslumarks, beingreiðslna í ull, gæða­stýringar­greiðslur, vaxta- og geymslugjald og svæðisbundinn stuðningur.
 • Aðkeypt fóður: Kostnaður vegna kaupa á kjarnfóðri, steinefnum og heyi.
 • Áburður og sáðvörur: Kostn­aður vegna kaupa áburði og sáðvörum.
 • Rekstur búvéla: Kaup á olíu, smurolíu, vara­hlutir, dekk og viðgerðir vegna búvéla auk trygginga.
 • Rekstrarvörur:  Kaup á rekstar­vörum, s.s. plast, bindigarn, smáverkfæri, hreinlætisvörur o.fl.
 • Ýmis aðkeypt þjónusta: Slátur­­kostnaður, flutningsgjöld, dýra­læknis­­kostnaður, verktaka­­greiðslur, s.s. rúllu­binding og fósturtalning, rekstur tölvukerfis, sími og skrif­­stofuvörur. 
 • Framlegð: Tekjur af sauðfé (Afurða­tekjur og opinberar greiðslur) mínus breytilegur kostnaður (aðkeypt fóður, áburður og sáðvörur, rekstur búvéla, rekstrarvörur og ýmis aðkeypt þjónusta)
 • Viðhald útihúsa og girðinga: Kostnaður vegna viðhalds úthúsa og girðinga.
 • Annar rekstrar­kostnað­ur: Rafmagn, fasteignagjöld, fjallskil og tryggingar.
 • Laun og launatengd gjöld: Reiknað endurgjald, laun, mótframlag í lífeyris­sjóð og tryggingargjald.
 • Þáttatekjur/EBITDA: Allar tekjur búsins mínus útgjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir.
 • Afskriftir: Samtala af af­skriftum búsins.
 • Fjármagnsliðir: Samtala af vaxtatekjum og vaxtagjöldum auk verðbreytingarfærslu lána.
Niðurstöðurnar sýna mjög skýrt þann samdrátt sem orðið hefur á afurðatekjum sauðfjár á síðustu árum en afurðatekjurnar 2017 eru 35% lægri en afurðatekjur árið 2014. Opinberar greiðslur eru mjög svipaðar milli ára, hækka árið 2017 sem skýrist af auknum stuðningsgreiðslum vegna kjaraskerðingar skv. fjáraukalögum 2017 og hvernig því framlagi var skipt milli búa líkt og getið er um í reglugerð nr. 19/2018.
 
 
Af einstaka kostnaðarliðum er aðkeypt fóður hæst árið 2015 sem skýrist af lélegum gæðum gróffóðurs eftir sumarið 2014 en þann vetur þurfti víða viðbótarfóður. Eins lækkar áburðarkostnaður milli ára sem skýrist ekki af minni áburðarnotkun heldur lækkun áburðarverðs vegna styrkingar á gengi krónunnar. Aðrir kostnaðarliðir eru mjög svipaðir milli ára en laun og launatengd gjöld hækka vegna hækkunar á skilgreiningu reiknaðs endurgjalds sem nær öll búin nota til viðmiðunar fyrir launagreiðslur.
 
Í þessu verkefni fékk hvert bú einnig myndræna framsetningu á niðurstöðunum þar sem viðkomandi sér hvar það stendur til samanburðar við önnur þátttökubú. Á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíka framsetningu. Þetta bú kaupir aðkeypt fóður fyrir 1.171 kr/kind og hefur rauða súlu og 7% við enda hennar. Það táknar að 93% búanna eru með lægri kostnað í þessum lið en þetta tiltekna bú. Búið kaupir áburð og sáðvörur fyrir 2.887 kr/kg og hefur græna súlu og 89% við enda hennar. Það táknar að 11% búanna hafa lægri kostnað fyrir þennan lið en þetta tiltekna bú. Með hliðstæðum hætti eru aðrir liðir túlkaðir fyrir hvern og einn þátttakanda.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...