Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þéttleikakort fyrir grasbítana fjóra, sauðkindur, hreindýr, heiðagæsir og rjúpu. Dökkrauður sýnir þau svæði þar sem allar tegundirnar er að finna saman, en ljósgrá eru þau svæði þar sem enga þeirra er að finna (m.v. fyrirliggjandi útbreiðslugögn, Boulanger-Lapointe o.fl., 2022).
Þéttleikakort fyrir grasbítana fjóra, sauðkindur, hreindýr, heiðagæsir og rjúpu. Dökkrauður sýnir þau svæði þar sem allar tegundirnar er að finna saman, en ljósgrá eru þau svæði þar sem enga þeirra er að finna (m.v. fyrirliggjandi útbreiðslugögn, Boulanger-Lapointe o.fl., 2022).
Mynd / Sigþrúður Jónsdóttir
Á faglegum nótum 19. apríl 2023

Rannsóknir á íslenskum grasbítum

Höfundur: Rán Finnsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni.

Í lok árs 2022 kom út fræðigreinin „Herbivore species coexistence in changing rangeland ecosystems: First high resolution national open-source and open-access ensemble models for Iceland“.

Kom greinin út í vísindaritinu Science of The Total Environment sem fjallar um útbreiðslu fjögurra grasbíta Íslandi; sauðkinda, hreindýra, heiðagæsa og rjúpu. Grasbítarnir fjórir voru valdir á grundvelli fjölda einstaklinga, dreifingu þeirra, sem og mikilvægi í menningarlegu og efnahagslegu samhengi þegar viðkemur veiðum og landbúnaði. Notast var við fyrirliggjandi gögn um útbreiðslu dýranna til líkanagerðar fyrir heildarútbreiðslu þeirra yfir sumartímann. Höfundar greinarinnar eru 13 talsins, frá ýmsum stofnunum innanlands og utan. Fyrsti höfundur er Noémie Boulanger-Lapointe, þáverandi nýdoktor við Háskóla Íslands, en fulltrúar Landgræðslunnar voru Bryndís Marteinsdóttir og Rán Finnsdóttir, en þær lögðu fram gögn um sauðkindur sem safnað hefur verið í gegnum GróLindarverkefnið.

Í greininni reyna höfundar að bæta þekkingu á fjölda og dreifingu mikilvægra grasbíta Íslands. Þessi þekking er grundvöllur fyrir bættri nýtingu úthaga okkar, s.s. þegar kemur að bættri beitarstjórnun.

Lambá með appelsínugula GPS hálsól í réttum. Mynd / Sigþrúður Jónsdóttir

Útbreiðslulíkön fyrir grasbítana fjóra voru útbúin í 1 km upplausn, út frá fyrirliggjandi gögnum og prófanir sýndu að áreiðanleiki líkananna var mikill fyrir allar fjórar tegundir. Mest skörun var á dreifingu sauðkindar og heiðagæsar, og á þeim svæðum er möguleiki á árekstrum milli tegunda og auknu raski og hnignun vistkerfa vegna beitarálags, s.s. með aukinni hæð yfir sjávarmáli. Útbreiðslulíkönin eru aðgengileg öllum á netinu og er öllum frjálst að nota þau.

Gögn um sauðfé fengust úr GPS kindaverkefni GróLindar. Verkefnið hófst árið 2018 og er unnið í samstarfi við sauðfjárbændur um allt land, en ákveðinn fjöldi tvílembdra áa á hverjum þátttökubæ gengur með GPS ólar um hálsinn á sumarhögum, u.þ.b. frá júní fram í september. Ólarnar senda staðsetningu ánna á 6 klst. fresti og er þannig hægt að kortleggja ferðir þeirra yfir sumartímann.

Á döfinni hjá GróLind er að nýta gögnin til að reikna út heimasvæði kinda, en heimasvæði er það svæði sem einstaklingur heldur alla jafna til á. Heimasvæði manneskju gæti verið lýst sem því svæði sem spannar vinnustað, heimili, matarverslun og aðra staði sem hún heimsækir reglulega, s.s. við íþróttaiðkun, en svæði sem hún ferðast sjaldnar á, s.s. með flugferð til Tenerife um páska eða bíltúr til annars landshluta í fuglaskoðunarferð, telst utan heimasvæðis. Ær í sumarhögum eiga sín heimasvæði rétt eins og við. Þær hafa tilhneigingu til að halda sig á ákveðnu svæði, þar sem þær hvílast, ganga um og bíta. Rétt eins og með okkur fólkið getur stærð og staðsetning heimasvæðis verið margbreytileg og því er spennandi að skoða mögulegar ástæður sem liggja þar að baki. Staðsetningargögnin koma að miklum notum, s.s. við bætta beitarstjórnun, en með því að bera gögnin saman við ýmis kortagögn má skoða s.s. hvaða gróðurlendi sauðfé sækir í, og á hvaða tímum sólarhrings og hvaða hluta sumars. Gagnasettið sem hefur safnast síðan verkefnið hófst er gífurlega stórt og mikil vinna í vændum við greiningu og úrvinnslu þeirra. Gögnin bjóða upp á ýmsar útfærslur og gætu vel nýst í lokaverkefni grunn- og framhaldsnemenda háskóla.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...