Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfisviðurkenningu Fjallabyggðar 2023, sem var veitt nýlega í fyrsta skipti.

Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning og áminning til íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að huga vel að umhverfinu og umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt.

„Ragnar og Lísa hafa lyft sannkölluðu grettistaki varðandi hreinsun á rusli í Héðinsfirði og fá þau viðurkenninguna m.a. vegna þess,“ segir Sigríður Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í greinargerð með viðurkenningunni segir meðal annars; „Þau Ragnar og Lísa hafa svo sannarlega sýnt frumkvæði með aðgerðum sem koma umhverfinu til góða og er með viðurkenningunni þakkað fyrir einstakt framtak, fórnfýsi og elju í þágu samfélagsins og náttúrunnar.“

Umhverfisviðurkenningin sjálf var í formi hrafns eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur listamann, en Aðalheiður var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...