Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Líf og starf 5. ágúst 2021

Raggagarði færð vegleg gjöf

Höfundur: ehg-va

Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason.

Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri.

„Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs.

Skylt efni: Raggagarður

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...