Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun
Mynd / ANR
Lesendarýni 23. september 2021

Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun

Höfundur: Haraldur Benediktsson 

Oft er spurt hver sé stefnan í landbúnaðarmálum.  Stefna í landbúnaðarmálum hefur ætíð verið til staðar, hana má að uppistöðu finna í löggjöf sem gildir um landbúnaðarmál, og í þeim samningum sem samtök bænda og ríkisvaldið gera á hverjum tíma.  Þetta er mikilvægt að hafa í huga – en breið umræða í samfélaginu um gildi landbúnaðar og framtíðarsýn hefur skort í talsverðan tíma.

Við afgreiðslu Alþingis á búvörusamningum 2016, var það eindreginn vilji þingsins að á gildistíma þeirra samninga, sem þá voru til afgreiðslu, yrði farið í heildarstefnumótun fyrir atvinnugreinina. Stefnumótun sem skýrði hlutverk og gildi landbúnaðar fyrir þjóðina. En ekki síst til eflingar á atvinnugreininni sjálfri og hvernig hún verður að fá að þróast í takt við samfélagsbreytingar. 

Þá tíð sem ég var formaður Bændasamtaka Íslands kom oft til umræðu mikilvægi að geta horft til langs tíma.  Landbúnaður er atvinnugrein, sem byggir á langtíma hugsun og skipulagi. Það var áþreifanlegt í samningagerð við ríkisvaldið, á þeim tíma að skorti á langtíma hugsun frá hendi stjórnvalda. Í raun vorum við að styðjast við stefnumörkun löggjafar sem var sett til að takast á við offramleiðslu á ýmsum búvörum.  En rammaði síður inn önnur tækifæri eða fjölbreyttara hlutverk landbúnaðar. Sú stefnumörkun og umræða er loksins orðin að veruleika og mér til efs að nokkurn tíma hafi íslenskur landbúnaður verið í betri færum að marka skýra sýn á framtíðina.

Bændur eru þessa dagana að fá sent ritið Ræktum Ísland, sem er einmitt afrakstur vinnu sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil.  Ræktum Ísland er stefnumörkun sem byggir á þátttöku fjölda fólks, hún er mótuð af þeim sem hafa þekkingu og innsýn í landbúnað og samfélagið allt. 

Kjarninn í stefnunni er að byggja sveitir Íslands, með öflugum og framsæknum landbúnaði.  Framleiðslu á mat, nýtingu lands, varðveislu lands og sókn til betri lífskjara fyrir bændur.  Öflugra samband bænda og neytenda og ekki síst uppfærslu á starfsumhverfi afurðastöðva. 

Stefnumótun sem bætir enn við þá ánægjulegu og mikilvægu þróun sem orðið hefur á síðustu árum, að byggð í sveitum hefur verið að eflast og styrkjast. 

Ég hvet lesendur til að kynna sér efni Ræktum Ísland. Þar er sett fram í 22 atriðum vel skilgreind og skýr markmið um sókn til sterkari landbúnaðar á Íslandi.

Haraldur Benediktsson 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.