Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu
Fréttir 21. maí 2021

Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu

Fyrr í mánuðinum var Ræktum Ísland – umræðuskjal um landbúnaðarstefnu kynnt í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nú hyggst Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, halda opna fundi um allt land fyrri hluta júnímánaðar og ræða við bændur og aðra hagaðila um þennan grunn að stefnumótun atvinnugreinarinnar. Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Alls verða fundirnir tíu talsins en lokafundur hringferðarinnar verður haldinn 16. júní með fjarfundarbúnaði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á staðarfundina. Fundirnir eru haldnir með fyrirvara um breyttar sóttvarnarreglur.

Fundarstaðir og fundartímar

Hvanneyri - Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Hótel Ísafjörður.

Blönduós 8. júní kl. 16.00. Félagsheimilið Blönduósi.

Eyjafjörður 8. júní kl. 20.30. Hlíðarbær.

Þistilfjörður 9. júní kl. 12.00. Svalbarðsskóli.

Egilsstaðir 9. júní kl. 20.00. Valaskjálf.

Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12.00. Nýheimar.

Selfoss 14. júní kl. 20.00. Þingborg.

Höfuðborgarsvæðið 15. júní kl. 20.00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12.00. Skráning auglýst síðar.

Í kynningu á fundunum segir að ráðherra vilji með þeim opna á frekara samtal og samráð við bændur um stefnumótunina en verkefnastjórnin hefur lagt til tillögur í 19 efnisköflum. Skjalið er í Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí nk. en einnig verður hægt að koma athugasemdum á framfæri á fundum ráðherra um landið og með tölvupósti til ráðuneytisins í netfangið postur@anr.is. 

•       Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)

•       Umræðuskjalið Ræktum Ísland (hljóðbók)

Hægt verður að nálgast upplýsingar um fundina á Facebooksíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og á vefsíðu ráðuneytisins.

Yfirlitssíðu um Ræktum Ísland! er að finna hér.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...