Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðgjöf Hafró – er rétt mælt?
Skoðun 7. júlí 2020

Ráðgjöf Hafró – er rétt mælt?

Höfundur: Örn Pálsson

Dökk skýrsla Hafrannsókna­stofn­unar leit dagsins ljós 16. júní sl.  Þar ráðleggur stofnunin sjávarútvegsráðherra að heimila ekki meiri þorskafla á næsta fiskveiðiári en 256.593 tonn. Það er 15.818 tonn minna en nú er, þ.e. 5,8%. 

Útflutningsverðmæti þessa afla gæti vel numið 10 milljörðum þannig að mikið er í húfi að ráðherra haldi rétt á spilum við ákvörðun um hversu mikið má veiða af þorski á næsta fiskveiðiári. Í þau tvö skipti sem Kristján Þór hefur staðið í þessum sporum hefur skammur tími liðið frá því að ráðgjöfin hafi verið birt þar til ráðherra hefur tilkynnt ákvörðun sína. Án undantekningar hefur hann fylgt ráðleggingum stofnunarinnar í einu og öllu. 

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
 

Mikið í húfi

Í fréttum Sjónvarps sama dag og ráðgjöfin var tilkynnt mátti merkja í viðtali við ráðherra að hann ætli sér tíma til að gaumgæfa og fara yfir ráðgjöfina með Hafrannsóknastofnun og spyrja ákveðinna spurninga sem hann vilji fá skýrari svör við áður en hann tekur ákvörðun.  Aðspurður um efni spurningar, nefndi hann ákvörðun stofnunarinnar að bæta við árgöngum inn í vísitöluna, að nú verði miðað við 1–14 ára í stað þess að numið hefur verið staðar við 10 ára. 

Ástæður þessa er samkvæmt skýrslu Hafró að hlutfallsleg sókn í elsta og stærsta fiskinn, 11–14 ára er nú metinn hærri en í þann sem yngri er og léttari, en hefur fram að þessu verið metinn lægri, eins og segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Undirritaður fagnar ákvörðun ráðherra að ætla sér tíma til ákvörðunar, enda hér um gríðarlega mikilvægt verkefni að ræða.  Milljarðarnir fljótir að telja þar sem þorskur er annars vegar.

Á síðasta ári var útflutnings­verðmæti þorsks 117,5 milljarðar.  Heildar­útflutningsverðmæti sjávar­afurða var hins vegar 260 milljarðar og því þorskurinn hvorki meira né minna en 45% af heildarverðmætinu.

Aflareglan

Til þessa hefur heildarafli í þorski stjórnast af aflareglu sem ætlað er að tryggja nýtingarstefnu stjórn­valda. Forsendur hennar eru fengnar úr niðurstöðu úr vorralli Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofns.

Útkoma af meðaltali útgefins heildarafla fiskveiðiársins og 20% af stærð veiðistofnsins er tillaga stofnunarinnar til ráðherra.

Nú er stærð veiðistofns sögð vera 1.207 þúsund tonn og úthlutað aflamark á fiskveiðiárinu er 272.411 tonn.

Reiknaður heildarafli samkvæmt aflareglu:
(1.207.663 x 0,2 + 272.411) /2 = 256.971 tonn
Hefði spá Hafrannsóknastofnunar frá í fyrra gengið eftir væri tillagan 272.480 tonn, eða nánast upp á tonn það sem nú er leyfilegt að veiða af þorski.

Sjónarmið sjómanna fái hljómgrunn

Mikilvæg og réttmæt gagnrýni sem komið hefur fram á aflareglu er að ekki sé tekið tillit til sjónarmiða sjómanna. Aflaregla fyrir næstu 5 árin er nú til endurskoðunar.  Undirritaður, sem er í nefnd sem vinnur að endurskoðun hennar, hefur lagt áherslu á sveigjanleika, plús mínus einhver prósent til eða frá sem endurspegli sjónarmið sjómanna.

Sjómenn stunda sín vísindi á hafi úti allan ársins hring.  Þeirra reynsla og þekking er því afar verðmæt. 

Ekki hef ég heyrt annað en að þeir telji þorskstofninn vera mjög sterkan og því óhætt að heimila meiri veiði en gert hefur verið á undanförnum árum. Aðspurðir um breytingu á sókn, að meira sé sótt í stærri fisk, segja þeir felast í verðmæti hans og hversu mikið sé af honum á miðunum.

Hvað hefur orðið um tvo árganga?

Það er mín skoðun að ákvörðun Hafrannsóknastofnunar, að meta nú veiðistofninn á annan hátt en gert hefur verið, kalli á rannsóknir og samráð áður en ráðherra tekur ákvörðun. Þá er nauðsynlegt að fá því svarað hversu ábyggilegar tölur úr rallinu sem sýna að millifiski hefur fækkað það mikið milli ára að orðið hrun kemur upp í hugann. 

Hér er um að ræða árganga 2014 og 2015 sem mældust nálægt langtímameðaltali í fyrra en nú ári síðar einungis helmingur af meðaltalinu. Í 36 ára sögu rallsins eru aðeins tvö dæmi um slíkt, árin 1986 og 1990, árgangar 1981, 1982, 1985 og 1986.  Mælingar nú gefa því fullt tilefni til ítarlegrar skoðunar. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar eru ekki að finna tilgátur um ástæður þessa.
 

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...