Ráðlagt aflamark þorsks lækkað
Fréttir 23. júní 2022

Ráðlagt aflamark þorsks lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn.

Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu.

Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Aukin ýsa en minni af ufsa

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfirstandandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn.

Gullkarfa nálgast aðgerðamörk

Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn.

Minni sókn í íslensku sumargotssíldina

Samkvæmt úttekt Hafrannsóknastofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en samkvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

Skylt efni: þorskur | aflamark

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...