Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
R4158A rennur út
Lesendarýni 16. maí 2023

R4158A rennur út

Höfundur: Stefán Skafti Hrefnu- og Steinólfsson Ytri-Fagradal, Skarðsströnd, Dalabyggð. Ættaður frá Hamri í Hamarsfirði.

Góðir lesendur í Djúpavogshreppi, Múlaþingi og aðrir landsmenn.

Stefán Skafti Hrefnu- og Steinólfsson

Þann 8. maí sl. rann út rannsóknarleyfi nr. R4158A, fyrirhuguð virkjun í Hamarsá í Hamarsdal.

Ég skora á íbúa í fyrrum Djúpavogshreppi, kjörna fulltrúa Múlaþings, viðkomandi stofnanir sem og landeigendur að hafna öllum virkjunaráformum í Hamarsdal. Taka höndum saman og friða dalinn fyrir spjöllum.

Á Austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist, um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að níða landið til frekari raforkuframleiðslu.

Mikilvægara er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er stopp í Berufirði. Pólitísk ákvörðun. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskipti hafist.

Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru Austurlands heitið griðum.

Lauslega má áætla, án ábyrgðar að glatvarminn frá álverinu á Reyðarfirði sé u.þ.b. 30-50 MW. Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans?

Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi, stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga.

Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir einstökum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru, ásamt því að reisa 50 metra háar stíflur er hryðjuverk í fallegum dal.

Í september 2022 varð mikill skaði í skógrækt samfélagsins í Djúpavogshreppi. Skaðinn varð í Hálsaskógi í miklu óveðri og mikið af trjám brotnaði og eyðilagðist. Þessi skaði snerti samfélagið djúpt, en er þó ekki óbætanlegur, þ.e.a.s. hægt er að planta trjám og þau vaxa aftur.

Tíminn læknar þar sárin. En vill samfélagið og landsmenn valda óbætanlegum skaða á náttúru Hamarsdals? Ég held ekki. Þyrmum Hamarsdal fyrir komandi kynslóðir.

Hamarsá dynji heil til óss
hlykkist um dalinn fríða
henni skal vægja, heimsins góss
hana má aldrei níða

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...