Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plöntuvernd, ESB og tollar
Skoðun 22. október 2020

Plöntuvernd, ESB og tollar

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Nú hefur ráðherra birt yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins þar sem upplýst er að endurskoða eigi reglugerð sem snýr að inn- og útflutningi á plöntum. Þessu ber að fagna þar sem garðyrkjubændur hafa barist fyrir þessu í mörg ár en fyrir daufum eyrum fyrri ráðherra landbúnaðarmála. 

Með þessari endurskoðun er verið að bregðast við þeirri vá sem fylgir því að flytja inn til landsins plöntur og afurðir unnar úr þeim sem hugsanlega geta haft áhrif á íslenska flóru. Það er fagnaðarefni þar sem árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis. Ráðuneytið hefur gert samning við RML um að veita ráðgjöf við vinnuna og treysti ég þeim starfsmönnum til að hafa samtal við greinina um atriði sem betur mega fara.

Nýr starfsmaður

Í þessum mánuði tók gildi nýtt skipurit í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar er gert ráð fyrir þremur skrifstofum með áherslur á málefni ráðuneytisins. Ráðherra hefur skipað Ásu Þórhildi Þórðardóttur í embætti skrifstofustjóra landbúnaðarmála. Vil ég óska Ásu til hamingju með skipunina og vonumst við eftir að eiga gott samstarf um hin fjölbreyttu málefni landbúnaðar.

ESB og Bretland

Það er alveg ljóst í mínum huga að ef semja eigi við Breta um aðgang að íslenskum markaði með landbúnaðarafurðir þá verði að óska eftir endurskoðun á samningi við Evrópusambandið eða segja þeim samningi upp. Ég get ekki betur séð en að forsendubrestur sé algjör við útgöngu Breta og ætti í raun ekki að ganga upp að semja fyrst við Breta og svo að endurskoða ESB-samninginn. 

Samningurinn sem gerður var árið 2016 hefur haft gríðarleg áhrif á afkomu bænda. Með þeim samningi erum við að fá magn af kjöti sem nemur u.þ.b 17% af heildarmarkaði sem við neytum sem þjóð. Svo ekki sé minnst á mjólk og mjólkurafurðir sem streyma hér inn í landið. 

Með úthlutunarleið landbúnaðarráðuneytisins eins og hún er viðhöfð í dag hefur verð á tollkvótum lækkað gríðarlega, ekki síst fyrir það að ferðamennirnir eru ekki lengur til staðar til að neyta þessara afurða. Þetta bitnar á verði til bænda og umframmagni á markaði. 

Enn að tollamálum

Þetta fer nú að verða eins og sagan endalausa að eiga við tollstjóraembættið, enn þann dag í dag streyma inn til landsins ostar á röngum tollnúmerum og það er eins og það sé bara allt í lagi. Nei, það er ekki allt í lagi með það, þessi innflutningur hefur umtalsverð áhrif á innanlandsframleiðslu, skekkir verð á markaði og veitir aðilum forskot á markaði þar sem ekki er farið eftir settum leikreglum. Nú spyr ég, hvar er Samkeppniseftirlitið? 

Mér sýnist andvaraleysi eftirlits með innflutningi stórskaða íslenskan landbúnað. Nú er mál að linni og að þar til bær stjórnvöld fari að fylgja eftir þeim samningum og leikreglum á markaði sem þeim er gert að vinna eftir. 

Í þessum töluðu orðum eru Bændasamtökin í viðræðum við ríkið um endurskoðun rammasamnings í landbúnaði og eitt meginstefið í þeim samningi verður að vera áhrif tolla og eftirlits á þeim og að það sé hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins. Við höfum talað fyrir daufum eyrum fram til þessa en von er til að breyting verði á. Góðar stundir.

Skylt efni: tollamál | tollar | plöntur | esb

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...