Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forsíða Plöntutalsins.
Forsíða Plöntutalsins.
Mynd / Björn Hjaltason
Líf og starf 8. mars 2022

Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes

Höfundur: smh

Nýlega var gefið út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes á vef Kjósarhrepps, sem Björn Hjaltason á Kiðafelli hefur tekið saman.

Þetta er þriðja upplýsingaritið sem Björn skrifar um náttúrufar á svæðinu, en áður komu út Fuglalíf við sunnanverðan Hvalfjörð og Straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós – en þau eru öll aðgengileg á vefnum og gjaldfrjáls.

Björn Hjaltason.

Björn segir að hann hafi lengi haft áhuga á náttúrunni, hann hafi til dæmis á barnsaldri byrjað að skrá atferli fugla í Kjósinni í dagbók. „Þannig að það hafa smám saman safnast upp gögn sem mér datt í hug að gaman væri að taka saman í sérstaka umfjöllun. Ég hef sótt um styrk til Kjósarhrepps sem er auglýstur vegna samfélagsverkefna og fengið stuðing til að gefa út þessi rit hjá þeim,“ segir Björn. Hann leggjur áherslu á að hann sé áhugamaður á þessu sviði en reyni þó að fjalla um náttúrufarið með eins mikilli „fræðilegri nákvæmni“ og hann hafi tök á.

Forsíða ritsins um straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós.

Um 120 fuglategundir skráðar á svæðinu

Fyrsta greinin eftir Björn, sem birt var á vef Kjósarhrepps, fjallar um straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós. „Já, það er grein sem birt var í Fuglatímaritinu Blika á sínum tíma, líklega í kringum árið 2000. Það var skemmtilegt verkefni sem byrjaði þannig að ég fór að litamerkja straumendur til að geta fylgst með ferðum einstakra fugla um vatnasviðið. Það þróaðist svo út í allsherjar rannsókn á þeim á þessu svæði, en árnar hafa sameiginlegan ós í Laxárvogi í Hvalfirði,“
segir Björn.

Þaðan hafi svo leiðin legið að kortlagningu á fuglalífi við sunnanverðan Hvalfjörð, en um einstaklega yfirgripsmikið rit er að ræða – og ríkulega myndskreytt. Í riti Björns kemur fram að um 120 tegundir fugla hafi verið skráðar á svæðinu, þar af 54 reglulegir varpfuglar.

Skjáskot úr Plöntutalinu.

Getið um 290 plöntutegundir á svæðinu

Nú í febrúar kom svo út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes. „Þá lá beint við að taka plönturnar fyrir, enda hafa þær líka verið mikið áhugamál og náttúran yfirhöfuð verið mínar ær og kýr,“ segir Björn. Hann er sem fyrr segir frá Kiðafelli í Kjós og uppalinn sveitastrákur. Hann er þó ekki með hefðbundinn búskap þar, en segist vera með svolítinn sjálfsþurftarbúskap.

Hann segir að lögð hafi verið áhersla á myndræna framsetningu með stuttum lýsingum á plöntum, til dæmis um algengi þeirra og kjörlendi. Hann hafi sjálfur tekið allar myndir fyrir það rit, enda hafi ljósmyndabakterían gripið hann sterkum tökum á undanförnum misserum. Getið er um 290 plöntutegundir í ritinu.

Spurður hvort það sé ekki mikill fengur fyrir sveitarfélagið að hafa aðgengilegar slíkar upplýsingar um náttúrufarið á svæðinu, segist Björn telja að svo geti verið í ýmsu tilliti. „Ég sé fyrir mér að þetta geti nýst til dæmis í skipulagsstarfi til dæmis og svo auðvitað til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Svo mætti hugsa sér að ferðaþjónustan gæti notað þetta,“ segir Björn.

Skylt efni: Kjós | Kjósarhreppur | Kjalarnes

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...