Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns
Matarkrókurinn 29. mars 2023

Plokkfiskur með blaðlauk - fyrir 4-6 manns

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla góða plokkfiskinn og bæta ögn í með því að bæta blaðlauk við klassísku uppskriftina?

Plokkfisk má gera úr hvítum fiski sem losnar auðveldlega í sundur eftir suðu. Í gamla daga voru helst afgangar af soðningunni, þar sem fiskur hafði verið soðinn á beini, nýttir, en núna er algengara að fólk eldi fiskinn fyrir þennan rétt. Algengast er að nota ýsu og þorsk en ekkert er að því að prófa aðrar tegundir, t.d. löngu, sem er algengt að finna í fiskbúðum. Þá er líka sniðug tilbreyting að nota saltfisk, nætursaltaðan fisk eða reykta ýsu. Grunnuppskrift að plokkfiski inniheldur alltaf lauk, kartöflur og hvítan jafning sem nefnist „bechamel“ á útlensku.

Caption

Svo má leika sér með bragðið, að gratinera réttinn í ofni, bæta við kryddi, s.s. karrí o.s.frv.

Við notum ögn af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við fiskinn og kartöflurnar.

Aðferð:

Kljúfið blaðlauk eftir endilöngu og saxið, leggið í vatn og skolið vel til að fjarlægja sand og mold.

Þerrið og skrælið lauk og hvítlauk og saxið. Mýkið allan lauk á hægum hita upp úr matarolíu í nokkrar mínútur. Takið til hliðar.

Bræðið smjör í víðum potti, stráið hveiti yfir og hrærið vel saman. Hellið mjólk saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt. Látið sjóða við væg­ an hita í 20 mínútur og hrærið reglulega í á meðan, þessi sósa brennur mjög hratt við og þarf stöðuga athygli.

Bætið fiski og kartöflum í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. 

Setjið blönduna í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir, setjið í 180° C heitan ofn í 20 mínútur, eða þar til osturinn brúnast. Berið fram með rúgbrauði og smjöri.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...