Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Mynd / VH
Utan úr heimi 16. mars 2023

Plastagnir sýkja sjófugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný meinsemd sem rakin er til plastagna hefur fundist í sjófuglum og lýsir sér sem sár eða ör í meltingarvegi fuglanna.

Opin sár í meltingarveginum auka líkurnar á sýkingum og eitrun af völdum mengandi efna í fæðu fuglanna.

Plastmengun í sjó er gríðarlegt áhyggjuefni og plast nánast orðið hluti af fæðu margra tegunda sjófugla. Að sögn fuglafræðinga á Bretlandseyjum finnast plastagnir í meltingarvegi sjófugla á öllum aldri við strendur landsins.

Agnirnar berast í unga með fæðu sem foreldrarnir færa þeim og særa meltingarvef unganna og gerir þá þróttminni fyrir sýkingum.

Samkvæmt rannsóknum er greinilegt samhengi milli þess hversu mikið af plasti finnst í skít fuglanna og sára í meltingarvegi þeirra. Auk þess sem plastagnirnar valda bólgum og draga úr getu fuglanna til að melta fæðuna og taka upp næringarefni.

Skylt efni: plastagnir

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...