Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétursey 1
Bóndinn 20. júlí 2020

Pétursey 1

Magnús Örn Sigurjónsson stendur að búrekstrinum í dag á bænum Pétursey 1 og er þar sjötti ættliðurinn sem stundar búskap á jörðinni.  
 
Býli: Pétursey 1.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Magnús Örn Sigur­jóns­son og móðir hans, Kristín Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa ásamt Magnúsi, afi hans og amma, Eyjólfur Sigurjónsson og Erna Ólafsdóttir. Föðurbróðir, Pétur Eyjólfsson. Foreldrar, Sigurjón Eyjólfsson og Kristín Magnúsdóttir, og yngri bróðir, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Kötturinn Grettir, hundarnir Loppa og Bangsi. 
 
Stærð jarðar?  490 hektarar ásamt óskiptu heiðarlandi með öðrum Péturseyjarbæjum.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkurkýr og naut. Samtals um 110 nautgripir og fáeinar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunmjöltum um kl. 6.30 og lýkur um kl. 19.00,  þegar ekki er verið í heyskap eða jarðvinnslu. Þess á milli er unnið við ýmis önnur bústörf. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap á góðum sumardegi eða jarðvinnsla á vorin. Leiðinlegast er að gera við flórsköfurnar í fjósinu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en með fleiri nautgripum og meiri kornrækt.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ég hugsa að mikil tækifæri séu í íslenskri kornrækt
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, rjómi og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar nýja kálfa- og kvíguaðstaðan var tekin í notkun.
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...