Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Páskakarfa
Hannyrðahornið 16. apríl 2014

Páskakarfa

Efni: Lyppa ljósgul. 2 dokkur.
Heklunál nr 3
Karfan er hekluð frá botni og upp í hring.
Botninn ræður stærðinni á körfunni svo að þið getið haft hana í þeirri stærð sem þið kjósið.
Hún er svo stífuð með sykurstífelsi helmingur heitt vatn og helmingur sykur sem er leystur vel upp, karfan gegnbleytt og strekkt utan um skál á hvolfi og látin þorna vel. Skálin sem notuð er ræður lögun körfunnar.
Skammstafanir:
ll > loftlykkjur
st > stuðlar
fl > fastalykkjur
 
Karfa
1. Fitjið upp 3 ll og tengið í hring.
2. Heklið 6 fl í hringinn, tengið.
3. Heklið nú 2 fl í hverja fl.tengið
4. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl.tengið.
5.Heklið 2 fl í hverja fl tengið.
6. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
7. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverna fl tengið.
8. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
9. 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl, tengið.
10-13.fl í fl allan hringinn, tengið.
14. 3fl, 2 fl í sömu fl allan hringinn, tengið.
15-17.fl í fl allan hringinn, tengið.
18. Nú eru heklaðir stuðlar allan hringinn en aðeins tekið í innri 
hluta lykkjunnar þannig að myndist kantur.
Heklaðar 9 umferðir stuðlar.
Pífa:
1 fl, * 8 ll 1 fl í 5 lykkju * endurtekið *-* allan hringinn.
Snúið við og heklið í hina áttina þannig að pífan snúi rétt.
Hekla 15 stuðla utan um loftlykkjubogana allan hringinn.
3 ll stingið heklunálinni gegnum fyrstu ll og heklið 1 fl þannig að myndist takki.
1 fl í 3ja stuðul endurtakið það eiga að vera 5 takkar á hverjum boga.
Gangið frá endum og stífið.
 
Eggjabelti
Við notum litríka afganga úr prjónakörfunni í beltin.
Prjónar nr 4, Gott að nota stutta prjóna.
Fitjið upp 28 l á 4 prjóna.
Tengið í hring.
1 umferð slétt.
2 l slétt saman 4 sl slegið upp á prjóninn 1 l sl slegið upp á 4 l sl, 2 l sl saman 1 l sl, endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 3 l sl slegið uppá 3 l sl slegið uppá 3 l sl 2 l sl saman 1 l slétt endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 2 sl slegið uppá 2 l sl saman slegið uppá 1 l sl slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2 sl 2 sl saman 1 sl.
Slétt umferð.
2 sl saman slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2sl saman slegið uppá
1 sl endurtekið allan hringinn.
1 sl umferð.
Fellt af.
Hitt beltið er bara 1 sl og 1br 12 umferðir.
Gleðilega páska.

2 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...