Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Páskakarfa
Hannyrðahornið 16. apríl 2014

Páskakarfa

Efni: Lyppa ljósgul. 2 dokkur.
Heklunál nr 3
Karfan er hekluð frá botni og upp í hring.
Botninn ræður stærðinni á körfunni svo að þið getið haft hana í þeirri stærð sem þið kjósið.
Hún er svo stífuð með sykurstífelsi helmingur heitt vatn og helmingur sykur sem er leystur vel upp, karfan gegnbleytt og strekkt utan um skál á hvolfi og látin þorna vel. Skálin sem notuð er ræður lögun körfunnar.
Skammstafanir:
ll > loftlykkjur
st > stuðlar
fl > fastalykkjur
 
Karfa
1. Fitjið upp 3 ll og tengið í hring.
2. Heklið 6 fl í hringinn, tengið.
3. Heklið nú 2 fl í hverja fl.tengið
4. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl.tengið.
5.Heklið 2 fl í hverja fl tengið.
6. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
7. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverna fl tengið.
8. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
9. 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl, tengið.
10-13.fl í fl allan hringinn, tengið.
14. 3fl, 2 fl í sömu fl allan hringinn, tengið.
15-17.fl í fl allan hringinn, tengið.
18. Nú eru heklaðir stuðlar allan hringinn en aðeins tekið í innri 
hluta lykkjunnar þannig að myndist kantur.
Heklaðar 9 umferðir stuðlar.
Pífa:
1 fl, * 8 ll 1 fl í 5 lykkju * endurtekið *-* allan hringinn.
Snúið við og heklið í hina áttina þannig að pífan snúi rétt.
Hekla 15 stuðla utan um loftlykkjubogana allan hringinn.
3 ll stingið heklunálinni gegnum fyrstu ll og heklið 1 fl þannig að myndist takki.
1 fl í 3ja stuðul endurtakið það eiga að vera 5 takkar á hverjum boga.
Gangið frá endum og stífið.
 
Eggjabelti
Við notum litríka afganga úr prjónakörfunni í beltin.
Prjónar nr 4, Gott að nota stutta prjóna.
Fitjið upp 28 l á 4 prjóna.
Tengið í hring.
1 umferð slétt.
2 l slétt saman 4 sl slegið upp á prjóninn 1 l sl slegið upp á 4 l sl, 2 l sl saman 1 l sl, endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 3 l sl slegið uppá 3 l sl slegið uppá 3 l sl 2 l sl saman 1 l slétt endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 2 sl slegið uppá 2 l sl saman slegið uppá 1 l sl slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2 sl 2 sl saman 1 sl.
Slétt umferð.
2 sl saman slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2sl saman slegið uppá
1 sl endurtekið allan hringinn.
1 sl umferð.
Fellt af.
Hitt beltið er bara 1 sl og 1br 12 umferðir.
Gleðilega páska.

2 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...