Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Páskakarfa
Hannyrðahornið 16. apríl 2014

Páskakarfa

Efni: Lyppa ljósgul. 2 dokkur.
Heklunál nr 3
Karfan er hekluð frá botni og upp í hring.
Botninn ræður stærðinni á körfunni svo að þið getið haft hana í þeirri stærð sem þið kjósið.
Hún er svo stífuð með sykurstífelsi helmingur heitt vatn og helmingur sykur sem er leystur vel upp, karfan gegnbleytt og strekkt utan um skál á hvolfi og látin þorna vel. Skálin sem notuð er ræður lögun körfunnar.
Skammstafanir:
ll > loftlykkjur
st > stuðlar
fl > fastalykkjur
 
Karfa
1. Fitjið upp 3 ll og tengið í hring.
2. Heklið 6 fl í hringinn, tengið.
3. Heklið nú 2 fl í hverja fl.tengið
4. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl.tengið.
5.Heklið 2 fl í hverja fl tengið.
6. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
7. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverna fl tengið.
8. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
9. 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl, tengið.
10-13.fl í fl allan hringinn, tengið.
14. 3fl, 2 fl í sömu fl allan hringinn, tengið.
15-17.fl í fl allan hringinn, tengið.
18. Nú eru heklaðir stuðlar allan hringinn en aðeins tekið í innri 
hluta lykkjunnar þannig að myndist kantur.
Heklaðar 9 umferðir stuðlar.
Pífa:
1 fl, * 8 ll 1 fl í 5 lykkju * endurtekið *-* allan hringinn.
Snúið við og heklið í hina áttina þannig að pífan snúi rétt.
Hekla 15 stuðla utan um loftlykkjubogana allan hringinn.
3 ll stingið heklunálinni gegnum fyrstu ll og heklið 1 fl þannig að myndist takki.
1 fl í 3ja stuðul endurtakið það eiga að vera 5 takkar á hverjum boga.
Gangið frá endum og stífið.
 
Eggjabelti
Við notum litríka afganga úr prjónakörfunni í beltin.
Prjónar nr 4, Gott að nota stutta prjóna.
Fitjið upp 28 l á 4 prjóna.
Tengið í hring.
1 umferð slétt.
2 l slétt saman 4 sl slegið upp á prjóninn 1 l sl slegið upp á 4 l sl, 2 l sl saman 1 l sl, endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 3 l sl slegið uppá 3 l sl slegið uppá 3 l sl 2 l sl saman 1 l slétt endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 2 sl slegið uppá 2 l sl saman slegið uppá 1 l sl slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2 sl 2 sl saman 1 sl.
Slétt umferð.
2 sl saman slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2sl saman slegið uppá
1 sl endurtekið allan hringinn.
1 sl umferð.
Fellt af.
Hitt beltið er bara 1 sl og 1br 12 umferðir.
Gleðilega páska.

2 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...