Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það þarf enga sultu á hana þessa.
Það þarf enga sultu á hana þessa.
Mynd / Hari.
Matarkrókurinn 16. febrúar 2023

Ostakakan sem aldrei sefur

Höfundur: Haraldur Jónasson

Fermingarnar nálgast óðfluga og þá þarf að baka. En það þarf ekki allt að vera marengs og marsípan.

Ostakaka, sérstaklega bökuð ostakaka, er fullkomin blanda fyrir unglinga- og fullorðinsbragðlauka. Hæfir þannig tilefninu fullkomlega. Hvort sem fermingin fer fram með blessun heilagra eða húmanista.

Bökuð ostakaka, oft kölluð New York ostakaka, þarf að dansa á línunni að vera sæt eða súr. Sykur sér um sætuna en sýran kemur úr rjómaosti og súrrjóma.

Botninn er hægt að gera á marga vegu en klassískur ostakökubotn er blanda af digestive-kexi og hafrakexi. Og smjöri.

Botninn

80 g mjúkt smjör
250 grömm kex, t.d. blanda af digestive og hafra í hlutföllunum 70/30

Kakan

3 egg
2,5 dl sykur
börkur af einni sítrónu
600 g rjómaostur
150 g sýrður rjómi
2 tsk. vanilludropar
1⁄2 tsk. salt

Þannig er nákvæmlega ekkert hollt við þessa köku. Tæknilega kannski eggin en samt ekki. Enda er kakan svo saðsöm að hún fer langt með að metta heila veislu upp á sitt einsdæmi. Ekki ósvipað og hjá Sússa forðum. Öruggara að gera tvær eða jafnvel þrjár.

Því þær hverfa hratt af veisluborðinu þessar.

Grunnstoðirnar

Botninn er gerður úr blöndu af kexi og smjöri. 80 grömm af mjúku smjöri, 175 grömm af digestive kexi og 75 grömm af hafrakexi fara saman í matvinnsluvél.

Hlutföllin geta verið öfug eða jöfn eða bara hvernig sem er. Allt eftir smekk.

Kexið og smjörið er púlsað saman þangað til að allt er orðið eins og blautur sandur og smjörið fullkomlega samblandað. Tæknilega er hægt að blanda þessu saman með puttunum og kökukefli en það verða aldrei fermingarveislugæði á þeim botni.

Dreifa í botninn á springformi og þjappa vel, þessi kaka er miðuð við 25 cm form. Ef formið er gott og litlar líkur eru á að botninn festist í botninum er um að gera að setja kexið beint á botninn. 

Annars er gott að setja góðan bökunarpappír undir. Það þarf ekki að baka botninn sérstaklega enda kexið fulleldað og svo bakast hann líka með kökunni í ofninum.

Fyllingin

Hræra 3 stór egg saman við tvo og hálfan desilítra af sykri. Börkurinn af einni sítrónu fer út í ásamt 600 grömmum af rjómaosti og 150 grömmum af sýrðum rjóma.

Passa þegar börkurinn er raspaður af sítrónunni að taka bara þetta gula. Það er allt fullt af náttúrulegum olíum og sítrónubragði.

Þetta hvíta sem er undir þessu gula er bara fullt af biturleik og leiðindum. Þannig að passa þarf að halda því frá. Best að nota míkrórasp. Út í blönduna fara að lokum tvær teskeiðar af góðum vanilludropum og eins og hálf teskeið af fínu salti.

Hella blöndunni yfir kexbotninn og setja inn í 175 gráðu heitan ofn.

Kakan fer í miðjan ofninn og sjóðandi vatn fer í ofnskúffu neðst í sama ofn.

Baka í plús, mínus 35 mínútur eða þangað til kantarnir byrja aðeins að taka lit. Ekki ofelda kökuna. Miðjan á að vera hlaupkennd þegar hún kemur úr ofninum. Kæla niður í kæliskáp eða úti við ísskápshita í að minnsta kosti fjóra tíma eða yfir nótt.

Skylt efni: ostakaka

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...