Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að mikið ósam­ræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðarvörum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann hafi nýverið fundað með bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um málið.

„Fjármálaráðherra samþykkti á fundinum að skipa starfshóp til að skoða þetta ósamræmi á grundvelli innflutningstalna Hagstofu Íslands og útflutningstalna Evrópusambandsins til Íslands.

Bændasamtökin áttu síðar fund með utanríkisráðherra um sama mál og vorum við einnig að velta fyrir okkur stöðunni gagnvart samningum við Breta og útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Ef gerður yrði tollasamningur við Breta yrði hann að byggja á einhverjum magntölum en við vitum ekki hvert það yrði þá á grundvelli magntalna Hagstofunnar eða tölum frá Evrópusambandinu. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að komast að því hvaða tölur eru réttar ef það á að fara að gera einhverja samninga um millilandaviðskipti.“

Gunnar segist ekki vita hver staðan er hjá starfshópi fjármálaráðuneytisins en vonast til að hann sé farinn að skoða málið því munurinn í magntölum sumra vöruflokka sé gríðarlega mikill.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...