Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að mikið ósam­ræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðarvörum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann hafi nýverið fundað með bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um málið.

„Fjármálaráðherra samþykkti á fundinum að skipa starfshóp til að skoða þetta ósamræmi á grundvelli innflutningstalna Hagstofu Íslands og útflutningstalna Evrópusambandsins til Íslands.

Bændasamtökin áttu síðar fund með utanríkisráðherra um sama mál og vorum við einnig að velta fyrir okkur stöðunni gagnvart samningum við Breta og útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Ef gerður yrði tollasamningur við Breta yrði hann að byggja á einhverjum magntölum en við vitum ekki hvert það yrði þá á grundvelli magntalna Hagstofunnar eða tölum frá Evrópusambandinu. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að komast að því hvaða tölur eru réttar ef það á að fara að gera einhverja samninga um millilandaviðskipti.“

Gunnar segist ekki vita hver staðan er hjá starfshópi fjármálaráðuneytisins en vonast til að hann sé farinn að skoða málið því munurinn í magntölum sumra vöruflokka sé gríðarlega mikill.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...