Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Mynd / Bbl
Fréttir 20. október 2020

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta.

Greint var frá þessu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

„Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina
Fréttir 23. nóvember 2020

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina

Í byrjun næsta árs mun verkefnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugsað fyrir stjó...

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldu...

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hær...

Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjör...

Búið að skera niður 38 geitur og kið
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Fréttir 20. nóvember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum
Fréttir 20. nóvember 2020

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum

Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum...