Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Mynd / Bbl
Fréttir 20. október 2020

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta.

Greint var frá þessu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

„Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum
Fréttir 4. desember 2020

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum

Alþingi samþykkt undir lok nóvember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að útte...

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um ve...

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins
Fréttir 2. desember 2020

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins

Í gær var formlegur samstarfssamningur um Grænan hraðal undirritaður sem er sams...

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð
Fréttir 2. desember 2020

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð

Matvælastofnun áréttar vegna andmæla við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofd...

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun
Fréttir 2. desember 2020

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ...

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp
Fréttir 1. desember 2020

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerir...

Díoxín-menguð landnámshænuegg
Fréttir 30. nóvember 2020

Díoxín-menguð landnámshænuegg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.  Fyri...

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...