Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þungar heyrúllur á gamalli dráttarvél með of lítið loft í framdekkjum er ávísun á vandræði.
Þungar heyrúllur á gamalli dráttarvél með of lítið loft í framdekkjum er ávísun á vandræði.
Mynd / HLJ
Fréttir 21. ágúst 2019

Það sem kemur fyrir mig getur líka komið fyrir þig

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Allir gera einhvern tímann mistök. Fyrir marga er afar erfitt að viðurkenna eigin mistök en til að fækka þeim er ráð að segja öðrum frá. Heitir það ekki að læra af mistökum annarra? 
 
Slys og önnur áföll geta komið fyrir hvern sem er en það er hægt að minnka líkurnar með réttum forvörnum. Frá því að þessir litlu forvarnarpistlar um öryggi, heilsu og umhverfi hófu göngu sína hefur víða verið komið við. Ábendingar frá lesendum um efnisval eru vel þegnar. Reynslusögur eru mikilvægar því við getum öll dregið lærdóm af þeim. Sum slys verða vegna kæruleysis, önnur fyrir mistök og sum fyrir einskæran trassaskap. Tilviljanir og aðrar ástæður eru fjölmargar. Ef einn lendir í óhappi getur annar lent í því sama.
 
Algeng mistök sem koma fyrir næstum alla
 
Einhver algengustu mistök sem bíl­eigendur gera er að setja rangt eldsneyti á ökutækið. Margir keyra af stað og skynja mistökin ekki fyrr en gangtruflanir byrja eða jafnvel daginn eftir þegar vélin er orðin köld og fer ekki í gang vegna rangs eldsneytis. Það er frekar kostnaðarsamt að fá afdælingu og nýtt eldsneyti á bílinn, en það verður að losa sig við ranga eldsneytið. Sé bíll bensínknúinn og á hann hefur verið sett dísilolía og ekið þar til að gangtruflanir byrja er ekki ósennilegt að kertin í bílnum séu ónýt eða mjög léleg. Sé hins vegar sett bensín á dísilbíl þá er oft hægt að keyra töluvert án þess að fólk uppgötvi vitleysuna. Olíuverkið í dísilvélum skemmist ef bensín kemst í það í miklu magni og í langan tíma. Ástæðan er sú að í því eru þéttingar og fóðringar sem eiga að smyrjast af dísilnum en bensínið þurrkar upp fóðringarnar og þéttingarnar svo þær skemmast. Því þarf alltaf að dæla ranga eldsneytinu af bílnum, sérstaklega ef það ranga er meira en 10% af því eldsneyti sem á tanknum er.
 
Er varadekk í bílnum og er það í lagi?
 
Á mörgum betri hjólbarðaverkstæðum athuga starfsmenn hvort rétt loftmagn sé í varadekkinu á bílnum sem verið er að skipta undir (en ekki veit ég til þess að þessir sömu menn athugi hvort hægt sé að ná varadekkinu úr festingunni sem það er í). Það er nefnilega ótrúlega algengt að þegar á að fara að nota varadekkið er það svo kirfilega ryðgað fast á sínum stað að ekki er nokkur leið að ná því úr bílnum. Á bílum sem eru 5–10 ára gamlir og varadekkið hefur aldrei verið notað er það iðulega loftlaust eða fast. Nokkrar sögur eru til af því að skera hafi þurft varadekk undan bíl með slípirokk. Þetta er mjög algengt með bíla sem hafa keyrt þar sem götur eru mikið saltaðar og saltið verður til þess að allt er ryðgað fast. Ekki óalgengt í bílum eins og Toyota Land Cruiser og gömlum Benz Sprinter sendibílum. Í gömlum bílum með varadekk undir plötu aftast í skottinu veldur rakamyndun oft vandræðum. Festingar ryðga fastar og þá þarf að snúa boltann í sundur með rörtöng eða ámóta verkfæri til að ná dekkinu úr skottinu.
 
Rétt loftmagn í dekkjum getur sparað 10% í eldsneytisnotkun
 
Á mjög mörgum bensínstöðvum er hægt að pumpa í dekk og loftjafna í bílnum. Of fáir gefa sér tíma til að nýta sér þessa þjónustu en þegar farið er í langkeyrslu getur rétt loftmagn í hjólbörðum sparað allt að 10% í eldsneytiseyðslu. Varðandi vinnuvélar og vinnutæki þá er of algengt að sjá vélar halla vegna þess að eitt eða fleiri dekk vantar loft. Til að fá sem bestu nýtni á vinnuvél er mikið atriði að loft í dekkjum sé rétt. 
 
Er nóg loft í traktorsdekkjunum?
 
Það er frekar bagalegt að vera nýbyrjaður að keyra heyrúllurnar heim og þá springur framdekk undir gamla traktornum. Ástæðuna má í mörgum tilfellum rekja til þess að í flestum eldri traktorum eru slöngur í dekkjunum. Ef loftið í framdekkjunum er ekki nægilega mikið og heyrúlla er komin á moksturstækin hitnar slangan við núninginn. Sé loft undir 20 psi þarf ekki nema 100 metra keyrslu á túninu með þunga rúllu á tækjunum, BÚMM!
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...