Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sérpöntuð felga brotin eftir holu í malbiki.
Sérpöntuð felga brotin eftir holu í malbiki.
Mynd / HLJ
Öryggi, heilsa og umhverfi 16. mars 2022

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árlegu tímabili sem kallað er „holutímabilið“. Þetta tímabil kemur árlega nálægt tímanum um 15. febrúar og nær fram að 1. apríl.

Þegar tíðafar er eins og það hefur verið síðastliðinn mánuð með hitastigi hvort sínum megin við frost og hláku og úrkomu. Ástæðuna tel ég vera að þar sem mikið er saltað mýkist tjaran í malbikinu og leysist upp í saltpæklinum og rennur í burt með vatninu. Eftir verður malarsallinn sem þeytist í burtu undan umferðinni. Hann skolast einnig í burtu með rennandi vatninu því malbikið er alveg jafn þunnt og það var fyrir 10-20 árum. Nú er saltað miklu meira og samkvæmt mínum upplýsingum hefur árleg aukning á saltsölu verið um 20-25% síðustu sex árin, en í sex ár hef ég unnið við að aðstoða fólk með sprungin dekk. Prósentuaukningin í slíkum dekkjaskiptum jafnast á við aukningu saltmagns á göturnar, sem er 20-25% aukning á hverju ári.

Sérpöntuð felga brotin eftir holu í malbiki.

Vegir sem vatn rennur eftir í mestri hættu

Illsjáanlegar holur með hvössum brúnum myndast í hlákutíð og mikilli úrkomu og bílar keyra í holurnar og höggva í sundur hliðina á dekkjunum og jafnvel brjóta eða beygla felguna í leiðinni.

Algengast er að þessar holur myndist þar sem samskeyti er á malbikinu og rennandi vatnið sverfur hægt og rólega möl og tjörubindingu í burtu þar til að það er komin hola í gegnum þunnt malbikslagið. Svo keyra bílar í holuna og skvetta vatni og möl í hvert skipti og dýpka holuna allt að 20 sentímetrum.

Séu bílar á hjólbörðum með mjög lágan prófíl á dekkjum sem fjaðra lítið fer hliðin nánast undantekningarlaust í sundur á einum eða tveim stöðum. Þessar holur virðast vera alls staðar, þó er líklegast að sjá holur í beygjum, brekkum og nálægt samskeytum á malbiki.

Rafmagnsbílar og „tvinnbílar“ í mestri hættu

Sú þróun á bílum að stækka felgur undir bílum og setja á þá dekk sem kallast „low-prófíl-dekk“ er ekki vænlegt á þessu „holutímabili“. Mjög margir rafmagnsbílar og svokallaðir „tvinnbílar“ eða plug-in-bílar eru almennt þyngri bílar en aðrir og nánast undantekningarlaust á þessum stóru felgum sem eru með „low-prófíl-dekk“ og enga fjöðrun að fá út úr dekkjunum.

Fyrir um hálfum mánuði byrjaði þetta tímabil í ár, hef ég eftir starfsmanni bensínstöðvar að eitt kvöld hafi komið inn á stöðina hjá honum hátt í 30 bílar með sprungin dekk eftir sömu holuna. Voru þeir ýmist skildir eftir eða farið í burt með þá á bílaflutningabíl þar sem ekkert varadekk var í mörgum bílunum, eða fleiri en eitt dekk sprungið.

Fyrir nokkrum árum kom ég í aðstoð þar sem 11 bílar voru í röð með sprungið dekk eftir óvænta holu í malbiki sem mældist 18 sentímetra djúp. Sjálfur hef ég verið við að aðstoða á þriðja tug bíla síðastliðinn hálfan mánuð og sjaldan er reikningurinn undir 50.000 krónum. Hæsti reikningur sem ég man eftir var fyrir tvö sprungin dekk undir eðalbíl og var hann upp á rúmlega 150.000 krónur. Það grátlega við þetta er að um þrír af hverjum fjórum bílum eru umhverfisvænir rafmagnsbílar og svokallaðir „tvinnbílar“ því þeir eru svo þungir. Vegna þungans eru slíkir bílar líklegir til að höggva í sundur dekk og brjóta felgur.

Erfitt að sjá og varast þessar holur

Í flestum tilfellum koma þessar holur eftir mikil vatnsveður í byrjun hlákutíðar og það er ekki fyrr en að nokkrir hafi tilkynnt holuna að farið er í að fylla í holuna til bráðabirgða. Þessar holur eru ekki einskorðaðar við höfuðborgarsvæðið, þær eru líka á Þjóðvegi 1.

Líklegustu staðirnir eru neðarlega í brekkum, aflíðandi beygjum í litlum brekkum og aðreinum þar sem mögulega eru samskeyti á malbikinu og í hjólförunum því er eina ráðið sem hægt er að gefa á þessu „holutímabili“ að keyra hægar. Ekki aka í hjólförum og gæta ýtrustu varúðar eftir mikil vatnsveður og sérstaklega þeir sem aka um á þungum bílum sem eru á dekkjum með lágan prófíl. Ljósi punkturinn í þessu er að einhver tryggingafélög eru farin að borga sínum viðskiptavinum tjónið beint og sjá svo um að rukka veghaldara, ríkið eða viðkomandi sveitarfélag.

Skylt efni: malbik | holur í malbiki

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt
Öryggi, heilsa og umhverfi 7. júní 2022

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt

Það er viss ánægja að keyra í lok maí framhjá bílflökunum fyrir ofan Draugahlíð ...

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri
Öryggi, heilsa og umhverfi 5. maí 2022

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri

Fyrstu daga apríl mátti sjá í ýmsum bæjarfélögum vélsópa þrífa með kantsteinum, ...

Árlegur vordekkjapistill
Öryggi, heilsa og umhverfi 13. apríl 2022

Árlegur vordekkjapistill

Í gegnum árin hef ég verið nei­kvæður út í stórar felgur og lág dekk undir bílum...

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum
Öryggi, heilsa og umhverfi 16. mars 2022

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum

Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árl...

Vindkæling er lúmskari en margan grunar
Öryggi, heilsa og umhverfi 8. mars 2022

Vindkæling er lúmskari en margan grunar

Með hækkandi sól og lengri dagsbirtu er gaman að stunda ýmiss konar útivist. All...

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður
Öryggi, heilsa og umhverfi 22. febrúar 2022

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður

Í byrjun árs hér í þessum pistlum hef ég nokkrum sinnum vitnað til góðs árangurs...

Erfitt að sleppa
Öryggi, heilsa og umhverfi 31. janúar 2022

Erfitt að sleppa

Í síðasta pistli hér skrifaði ég um hvernig ég reyndi að sleppa við að smitast a...

Of mikið af neikvæðum fréttum
Öryggi, heilsa og umhverfi 20. janúar 2022

Of mikið af neikvæðum fréttum

Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi...