Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Góð heilsa er mikill fjársjóður
Öryggi, heilsa og umhverfi 18. október 2021

Góð heilsa er mikill fjársjóður

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í nýliðnum kosningum hjó ég eftir því að einn stjórnmálaflokkurinn var með það á stefnuskrá sinni að koma á reglubundinni læknisskoðun á fólk frá vissum aldri. Fannst þessi stefna og hugmynd góð þar sem að ég er í hópi þeirra sem of sjaldan fer til læknis til að láta yfirfara og skoða sjálfan mig svipað og öll mín ökutæki árlega.

Sennilega er þessi trassaskapur minn til kominn að ég verð aldrei veikur, en ég veit vissulega að ég má og get bætt ýmislegt til að mér líði betur eins og flestir aðrir.

Gott svar sem ég mátti ekki segja frá

Fyrir nokkrum árum hitti ég fyrrverandi heimilislækninn minn, sem er kona, komin á aldur og hætt að vinna. Ég spurði hana hvernig gengi að halda heilsu á efri árum og hvort hún gæti svarað í sem fæstum orðum hvernig ætti að viðhalda góðri heilsu á efri árum? Svarið var einfalt, en hún tók það fram að ég mætti ekki hafa þetta eftir sér þar sem hún vissi að ég skrifa um forvarnir í Bændablaðið. Ég náttúrlega hlusta ekkert á það og svar hennar var:

Borða hollan mat reglulega, hreyfa sig mikið, sofa vel á móti hreyfingunni og umfram allt að stunda mikið kynlíf.

Einfaldar stöður og hreyfingar geta skipt miklu máli
Þessi myndskýring sýnir vel hvað maður gerir sjálfum sér í símaskoðun.

Í yfir 15 ár hef ég átt við hálsmeiðsl að stríða, en hef lært að lifa með þessum meiðslum (sem ég varð fyrir í vinnuslysi haustið 2004). Að keyra bíl í lengri keyrslum getur verið mér erfitt og þá sérstaklega bíla sem eru lágir á veginum og ég þarf að horfa beint fram eða upp á við. Því var það að læknisráði að ég skipti úr lágum fólksbíl í jeppling svo ég myndi horfa aðeins niður á veginn í stað þess að horfa beint áfram, ekki halla sætinu aftur við akstur. Við þessa litlu breytingu gat ég setið lengur í bíl, en best finnst mér að keyra vörubíl þar sem ég horfi niður á veginn.

Einnig eru lappirnar farnar að gefa sig og fyrir mörgum árum fór annað hnéð að „pirra“ mig, en lausnin var að passa það að standa jafnt í báða fætur sem mest og þá væri maður ekki að skekkja allan skrokkinn.

Það eru til einfaldar lausnir sem maður getur fundið á veraldarvefnum við mörgum kvillum og auðvelt að nálgast leiðbeiningar um líkamsstöðu og annan kvilla, en fyrst og fremst þarf maður að vinna í hlutunum sjálfur og leita hjálpar áður en í óefni er komið.

„Prjónakonuverkir“ í hálsi og herðum er oftast manni sjálfum að kenna

Prjónakonur fá oft verki í háls og herðar sem eru ekki ósvipaðir verkir og þeirra sem mikið eru í símanum, en sama hvar maður er þá sér maður fólk í símanum að skoða eitthvað „misviturlegt“. Of oft sér maður að viðkomandi er í kolrangri stellingu við þessa símanotkun og engin furða að viðkomandi sé illt.

Að halla höfðinu fram of mikið er álag á háls og herðar sem leiðir til verkja. Höfuðið er þyngsti hluti líkamans, en með því að venja sig á að halla ekki höfðinu of mikið fram líður manni strax betur.

Hrós vikunnar fær Jón Gunnar Benjamínsson

Það vakti athygli mína fyrir nokkru síðan þegar vinur minn, Jón Gunnar Benjamínsson, sem bundinn er við hjólastól eftir slys, lýsti ferð sinni í líkamsrækt á endurhæfingardeildinni á Grensás. Jón setti inn færslu á Facebook um að „vinur hans“, boxpúðinn á Grensásdeildinni, væri orðin gamall og lúinn eftir margra ára barsmíðar og leitaði eftir einstaklingum og fyrirtækjum til að endurnýja púðann. Það liðu ekki margir klukkutímar þar til að verslunin Sportvörur, Stefán Logi Magnússon og Haraldur Dean Nelson voru búnir að redda nýjum boxpoka og eiga þeir sérstakan heiður skilinn.

Þarna sannaði máttur Facebook sín vel og gjafmildi þeirra sem brugðust við þörfinni. Höldum á lofti góðum málum, hreyfum okkur reglulega og rétt, þá líður manni betur og brosir oftar.

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt
Öryggi, heilsa og umhverfi 7. júní 2022

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt

Það er viss ánægja að keyra í lok maí framhjá bílflökunum fyrir ofan Draugahlíð ...

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri
Öryggi, heilsa og umhverfi 5. maí 2022

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri

Fyrstu daga apríl mátti sjá í ýmsum bæjarfélögum vélsópa þrífa með kantsteinum, ...

Árlegur vordekkjapistill
Öryggi, heilsa og umhverfi 13. apríl 2022

Árlegur vordekkjapistill

Í gegnum árin hef ég verið nei­kvæður út í stórar felgur og lág dekk undir bílum...

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum
Öryggi, heilsa og umhverfi 16. mars 2022

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum

Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árl...

Vindkæling er lúmskari en margan grunar
Öryggi, heilsa og umhverfi 8. mars 2022

Vindkæling er lúmskari en margan grunar

Með hækkandi sól og lengri dagsbirtu er gaman að stunda ýmiss konar útivist. All...

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður
Öryggi, heilsa og umhverfi 22. febrúar 2022

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður

Í byrjun árs hér í þessum pistlum hef ég nokkrum sinnum vitnað til góðs árangurs...

Erfitt að sleppa
Öryggi, heilsa og umhverfi 31. janúar 2022

Erfitt að sleppa

Í síðasta pistli hér skrifaði ég um hvernig ég reyndi að sleppa við að smitast a...

Of mikið af neikvæðum fréttum
Öryggi, heilsa og umhverfi 20. janúar 2022

Of mikið af neikvæðum fréttum

Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi...