Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Talan 3917 stendur fyrir að þetta dekk var framleitt í 39. viku 2017.
Talan 3917 stendur fyrir að þetta dekk var framleitt í 39. viku 2017.
Öryggi, heilsa og umhverfi 5. maí 2020

Flestir bölva COVID-19, en það er líka ljós í myrkrinu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Síðustu tveir pistlar hér í forvarnarskrifunum hafa verið um COVID-19, faraldur sem er að lama ýmsa starfsemi á landinu. Okkur Íslendingum virðist farnast betur í baráttunni við þessa veiru sem stundum hefur verið nefnd „veira djöfulsins“ í samanburði við margar þjóðir erlendis sem ekkert ráða við faraldurinn. 
 
Í síðustu grein fjallaði ég um að líklega væri hreinleiki íslenskrar framleiðslu á kjöti og matvælum að hjálpa okkur og að góð útkoma úr faraldrinum megi þakka hreinleika við matvælaframleiðslu hér á landi. Baráttan að halda frá landinu innfluttu kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum virðist vera að skila þjóðinni góðum árangri.
 
Gamalt vörubíladekk með 100 psi. loftþrýsting. Að standa við hliðina á svona dekki sem hvellspringur jafngildir að fá á sig 10 tonna högg.
 
Vorið er að koma þrátt fyrir COVID-19 með sínum hefðbundnu vorverkum
 
Baráttutæknin sem Íslendingar hafa notað við faraldurinn vekur athygli víða og á eflaust eftir að koma okkur til góðs í framtíðinni enda landið hreint og strjálbýlt sem býður upp á fegurð og góðan hollan innlendan mat sem ekki er fullur af lyfjum. 
 
Lífið gengur sinn vanagang, farfuglarnir flestir komnir, sauðburður að byrja og fólk flykkist á hjólbarðaverkstæðin til að setja sumardekkin undir bílana. Sem starfsmaður á hjólbarðaverkstæði til margra ára þá hefur í gegnum árin gengið mikið á þegar sumardekkjatörnin er í gangi, langar raðir bíla og mikill „pirringur“ í ótrúlega mörgum.
 
Get séð mikla breytingu á hegðun og umburðarlyndi í ár
 
Allir vilja hlýða fyrirmælum „þrí­eykisins“ og berja niður far­aldurinn og þess vegna eru stærstu hjólbarðaverkstæðin í klemmu í þessari törn. Fjöldi þeirra sem mega vera inni á hverju verkstæði má ekki fara yfir 20 með starfsmönnum og viðskiptavinum hverju sinni og öllum er beint eftir megni í að virða tveggja metra regluna. 
 
Ég vinn á einu af stærstu hjólbarðaverkstæðum landsins þar sem venjulega vinna yfir 20 manns, en nú eru starfsmenn inni á verkstæðinu ekki nema 13 svo að 7 viðskiptavinir geti verið inni í einu, en mér var úthýst, gerður að starfsmanni á plani, móttökustjóra, dyraverði og útkastara. Skrítið starf, en það sem af er hefur þetta gengið frábærlega og þrátt fyrir að hafa verið á dekkjaverkstæði margar dekkjatarnir hef ég aldrei orðið vitni að svona miklu umburðarlyndi. Allir gera sitt besta, virða tveggja metra regluna, ef of margir eru í afgreiðslunni og ég bið einn að fara og bíða úti bjóðast yfirleitt fleiri en einn til þess að fara út. Þessi vinna sem ég hafði dæmt fyrirfram sem erfiða, „rex og pex vinnu“ er alveg í lagi. 
 
Af um 400 viðskiptavinum í síðustu viku var bara einn viðskiptavinur sem var ósáttur og vil ég þakka lærdómi okkar af þessari „COVID-baráttu“ fyrir breytta hegðun og meira umburðarlyndi um að lífið er ekki alltaf sjálfgefið.
 
Talandi um sumardekk og bílana okkar er ýmislegt sem þarf að skoða
 
Dekkin undir bílunum okkar er hlutur sem við viljum að sé í lagi og þoli það álag sem sett er á þau þegar á reynir. Nánast allir dekkjaframleiðendur ábyrgjast að þekking þeirra séu góð og dekkin örugg í allt að sex ár, en eftir þann tíma (og jafnvel fyrr) byrja oft að sjást sprungur í dekkjunum sem segir að þau eru að þorna og gefa minna grip.
 
Til að sjá hvað hjólbarðinn er gamall þá er á næstum öllum dekkjum sporöskjulaga merking á dekkjum með fjórum tölustöfum inni í rammanum. Sem dæmi þá er ramminn í líkingu við þetta (3917) sem segir að þetta dekk var framleitt í 39. viku 2017 (sjá mynd).
 
Munstrið virðist innan marka, en þegar betur er að gáð er þetta dekk ekki nothæft.
 
Fyrir ári síðan kom maður á gömlum fjölskyldubíl inn á verkstæði með fjögur dekk sem honum hafði verið gefið, ég sá strax að dekkin væru mjög gömul og þar sem að ég sá tvo barnastóla aftur í bílnum var ég ekki alveg til í að setja dekkin undir bílinn. Eigandinn var frekar ósáttur við afskiptasemi mína og taldi nóg munstur fyrir sumarkeyrslu vera eftir, en þegar ég pressaði dekkið saman með höndunum og hann sá allar sprungurnar og í beran vírinn (sjá mynd) skildi hann hvað ég átti við og keypti ný dekk undir fjölskyldubílinn. 
 
Margir eru að bjóða gömlu dekkin sín til sölu á ýmsum sölusíðum á netinu, oft dekk með góðu mynstri, en bæði fyrir seljanda og kaupanda er hér ábending:
 
Ekki kaupa né selja dekk sem eru með (0113), eða lægri tölu en 13 í endastaf. Þessi dekk eru hvorki söluvara, né vara sem maður vill kaupa. Það að selja eða að kaupa svona dekk er sambærilegt og að í mjólkurkælinum væri til sölu mjólkurferna með síðasta neysludag í gær.
Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri
Öryggi, heilsa og umhverfi 5. maí 2022

Fegrum umhverfið, umgengni við landið mætti vera betri

Fyrstu daga apríl mátti sjá í ýmsum bæjarfélögum vélsópa þrífa með kantsteinum, ...

Árlegur vordekkjapistill
Öryggi, heilsa og umhverfi 13. apríl 2022

Árlegur vordekkjapistill

Í gegnum árin hef ég verið nei­kvæður út í stórar felgur og lág dekk undir bílum...

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum
Öryggi, heilsa og umhverfi 16. mars 2022

Skelfilegt ástand á mörgum malbikuðum vegum

Þeir sem hafa það að atvinnu að selja og gera við hjólbarða eru inni í miðju árl...

Vindkæling er lúmskari en margan grunar
Öryggi, heilsa og umhverfi 8. mars 2022

Vindkæling er lúmskari en margan grunar

Með hækkandi sól og lengri dagsbirtu er gaman að stunda ýmiss konar útivist. All...

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður
Öryggi, heilsa og umhverfi 22. febrúar 2022

Þegar við stöndum saman er árangurinn oft góður

Í byrjun árs hér í þessum pistlum hef ég nokkrum sinnum vitnað til góðs árangurs...

Erfitt að sleppa
Öryggi, heilsa og umhverfi 31. janúar 2022

Erfitt að sleppa

Í síðasta pistli hér skrifaði ég um hvernig ég reyndi að sleppa við að smitast a...

Of mikið af neikvæðum fréttum
Öryggi, heilsa og umhverfi 20. janúar 2022

Of mikið af neikvæðum fréttum

Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi...

Desember er mánuður kerta og ljósaskreytinga
Öryggi, heilsa og umhverfi 29. desember 2021

Desember er mánuður kerta og ljósaskreytinga

Þann 1. desember síðastliðinn var dagur reykskynjarans, á þeim degi er mælst til...