Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eru eymsli í skrokknum?
Fréttir 24. júní 2016

Eru eymsli í skrokknum?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Flestir kannast við að hafa einhverja kvilla í skrokknum svo sem bakverk, slæmleika í ökklum eða hnjám, öxlum, hálsi eða annars staðar. Sjálfur hef ég verið að glíma við vandamál í annarri öxlinni síðustu 3–4 mánuðina eftir vitlaust átak á öxlina í vetur. 
 
Fyrir skömmu hitti ég nuddara sem meðhöndlar fótboltalið í efstu deild í fótbolta og innti hann eftir því hvað ég gæti gert til að flýta fyrir bata.
 
Einfaldar æfingar og teygjur nokkrum sinnum á dag
 
Nuddarinn sagði mér að teygja á öxlinni á ýmsa vegu og sýndi mér nokkrar teygjuæfingar sem gott væri að gera nokkrum sinnum á dag. Viti menn, á nokkrum dögum hef ég batnað til muna og er nánast að verða góður. 
 
Hann sagði mér líka að flesta kvilla, strengi og stirðleika mætti laga með léttum æfingum svipuðum og Mullers-æfingum. Allt of fáir teygja á vöðvum sem lítið eru notaðir, en með því að teygja á sem flestum vöðvum má koma í veg fyrir ýmsa kvilla og nefndi hann sem dæmi hunda. Þegar hundar vakna eða standa á fætur eftir að hafa legið hreyfingarlausir í nokkurn tíma teygja þeir sig og fetta. Svipað getur mannfólkið gert til að forðast tognanir, strengi og vöðvabólgu.
 
Upphitanir fyrir íþróttir þykja sjálfsagðar, en eru of sjaldan notaðar í byrjun verks eða dags af almenningi.
 
Léttar teygjuæfingar gera gagn
 
Fyrir íþróttakappleiki er almennt hitað upp fyrir leik og teygt á helstu vöðvum sem notaðir voru eftir leikinn. Þetta má allavega nota oftar við almenn störf og þá sérstaklega erfiðisvinnu þar sem mikillar orku er krafist. 
 
Með léttum teygjuæfingum má koma í veg fyrir mikið af strengjum, vöðvabólgu og eymsli vegna álags á skrokkinn. Flestir þekkja einhvern sem getur gefið góð ráð sem hentar hverjum og einum til að æfa og þjálfa eftir eymsli á ýmsum stöðum og oftast eru þetta einfaldar æfingar sem ekki þarfnast sérstakra tækja eða tóla til að iðka.
 
Á vefsíðu ÍSÍ má finna ágætis grein um teygjuæfingar, einnig er ansi góð vefsíða sem deilir góðum heilbrigðum lífsstíl með gagnlegum ábendingum um heilbrigt líferni á vefsíðunni http://makeyourlifehealthier.com/ , ef farið er inn á vefsíðuna Google og leitað eftir orðinu teygjuæfingar má finna fróðleik sem margir geta notað.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...