Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verum á verði áfram, rétt eins og í réttunum síðasta haust.
Verum á verði áfram, rétt eins og í réttunum síðasta haust.
Fréttir 15. febrúar 2021

Biðin eftir sprautunni með sjálfsaga Íslendinga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Með hverjum degi styttist biðin eftir COVID-sprautunni um einn dag. Biðin er mörgum erfið, sérstaklega þeim sem telja sig vera í svokölluðum áhættuhópi.

Því meira sem maður les og kynnir sér um þessa „pest“ virðast allir vera meira og minna í áhættuhópi og enginn getur talið sig óhultan fyrir að veiran fari ekki illa í viðkomandi. Hraustasta fólkið hefur jafnvel farið verr út úr veikindum af COVID-19 en þeir sem veikari eru fyrir. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hlýða fyrirmælum yfirvalda og halda sig sem mest til hlés, forðast margmenni, huga að sóttvörnum svo sem með reglulegum handþvotti og grímunotkun.

Þó slakað hafi verið á í fjöldatakmörkunum er þetta ekki búið

Síðastliðinn mánudag var slakað á í fjöldatakmörkunum, barir og veitingahús opnuð, en við verðum að hjálpast að og sleppa ekki gjörsamlega af okkur beislinu með óhóflegum skemmtunum og fjöldasamkomum fyrr en búið er að bólusetja fleiri, með hverjum degi styttist biðin, en það þarf að þrauka og halda þetta út.

Með of miklu fjölmenni og gleðskap er hættan sú að við verðum fljót að fara aftur í sama farið með sambærilegum takmörkunum og síðustu tvo mánuði. Mætti líkja því við ef hraðatakmarkanir í umferðinni væru slegnar af og ótakmarkaður hámarkshraði leyfður, en það mundi enda bara á slysum.

Sjálfsagi og skynsemi spila stórt hlutverk næstu tvo til þrjá mánuði

Ef svo vel vill til að við dettum í lukkupott og samningur um meira bóluefni náist á næstu dögum eða vikum er alveg ljóst að það tekur töluverðan tíma að bólusetja alla í tvígang. Þess vegna þurfa allir að vera áfram á vaktinni, vinna saman, forðast margmenni og nota grímurnar áfram því veiran er þarna úti enn og bíður þess að ráðast á okkur. Við getum ekki leyft okkur taumlaust skemmtanahald og brot á sóttvarnareglum, það þarf a.m.k. að halda út í tvo til fjóra mánuði í viðbót. Það getur enginn leyft sér að telja sig meiri en aðra og hugsa, ég má en ekki þú.

Fólk ófeimið að deila reynslusögum af sínum veikindum af COVID-19

Ef maður rennir yfir vefmiðla og leitar að reynslusögum frá fólki sem hefur gengið í gegnum COVID-19 veikina þá eru sögurnar svo misjafnar að það er hreint með ólíkindum.

Flestir þekkja einhvern sem hefur fengið veikina og þar á meðal er ég. Af þessum vinum, kunningjum og ættmennum sem hafa lýst veikindunum fyrir mér eru sögurnar hreint ótrúlegar:

„Man ekkert eftir mér í 10 daga, var með óráði,“ sagði einn sem ég tel mjög hraustan. Annar sagði: „Er í basli með að finna bragð af mat og drykk, það sem mér þótti gott á bragðið fyrir veiki er sumt versta óbragð sem til er.“ Enn einn sagði:

„Fann aldrei fyrir neinum veikindum, en er alltaf þreyttur, þarf helst að leggja mig tvisvar á dag, á í basli með hvað mig syfjar mikið við að keyra bíl.“ Enn einn sagði:

„Er svo máttlítill í höndunum að einfaldir hlutir eins og að opna mjólkurfernu eru erfiðir. Kaffikannan mín er þung, notaði bolla á tímabili, en mátturinn er að koma og nú er ég kominn með kaffikönnuna aftur.“

Það er greinilegt að veikin leggst misvel og misilla á fólk og því er öruggast að hlýða sóttvarnareglum og halda sig til hlés í a.m.k. 2–4 mánuði í viðbót.

Ef hámarkshraði væri sleginn af og allir færu
á þennan hraða væri voðinn vís.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...