Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ánæjulegt að sjá hve hjálmanotkun og brynjur eru orðin almenn hjá gangnamönnum.
Ánæjulegt að sjá hve hjálmanotkun og brynjur eru orðin almenn hjá gangnamönnum.
Fréttir 28. september 2020

Ánægjulegt að sjá mikla aukningu í notkun öryggisbúnaðar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í gegnum árin hef ég verið mikill baráttu­maður þess að fólk noti persónu­hlífar, sýnileikaklæðnað, hjálma, eyrnahlífar og brynjur þar sem það á við. Síðustu 15 ár hef ég farið a.m.k. einu sinni í smalamennsku eða réttir. Á þessum árum hefur verið ánægjulegt að fylgjast með stigvaxandi og aukinni notkun á flestu því sem eykur öryggi og öryggiskennd.

Fyrir um 10–15 árum var innan við helmingur hestamanna með hjálm á þeim myndum sem ég á af hestamönnum koma af fjalli, en í dag er það algjör undantekning ef maður sér hjálmlausan smala koma af fjalli. Nánast allir eru í sýnileikafatnaði (gulum vestum) og þeim sem smala á fjórhjólum er alltaf að fjölga sem eru í brynjum og nú í haust sá ég í fyrsta sinn smala á fjórhjóli vera kominn með hálskraga þegar hann kom niður af fjallinu. Sjálfur veit ég af biturri reynslu hvað hálsmeiðsli eru erfið að lifa með.

Algengustu vinnuslys er að hrapa úr hæð við ýmsa vinnu

Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnueftirlitsins er einn algengasti valdur vinnuslysa fall úr hæð og alltof algengt að þegar verið er að vinna í mikilli hæð sé ekki gætt nægilega að forvörnum. Vinnupallar og stigar ekki nægilega tryggir og að jafnvel sé verið að vinna í hæð en ekkert hugað að fallhættu.

Í sumar var ég staddur norður í landi í heimsókn á ættaróðali fjölskyldunnar sem er í eigu frænda míns þar sem verið var að skipta um þak. Það er ekki hægt annað en að hæla þeim sem stjórnaði því verki fyrir vinnupallinn sem reistur var utan um húsið. Greinilegt að þarna var forsjárhyggjan og öryggið haft í fyrirrúmi (annað en þegar þetta sama hús var málað fyrir 45 árum þegar bundinn var stigi á dráttarvél og húsið málað úr stiganum).

Í keppnum er skylda að vera í öryggisklæðnaði, en þeir sem leika sér ánægjunnar vegna á svona hjólum mega margir bæta sig.

COVID-árið 2020 hefur ýmsar hliðar

Það sem af er ári hefur rokið upp sala í fjórhjólum, buggybílum og motocrosshjólum erlendis á sama tíma og sala á bílum dregst saman. Þessi tæki eru almennt notuð erlendis í sérstökum almenningsgörðum/búgörðum fyrir torfærutækjaakstur (svoköll­uðum off road parks þar sem eru sérstakir stígar og troðningar gerðir fyrir svona akstur og hestamennsku).

Með breyttum skemmtana­venjum Íslendinga vegna COVID er minna um utanlandsferðir, en í staðinn er mun meira af ýmiss konar innanlandsafþreyingu. Afþreyingarfyrirtæki, sem hafa verið að leigja fjórhjól og buggy­bíla til ferðamanna, hafa verið að selja tækjaflota sinn á litlu verði neytendum til góðs. Á sama tíma eru innflutningsaðilar sem flytja inn þessi sömu tæki flest búin að selja allt sem þeir eiga og hafa fengið til sölu. Greinilegt að fólk er farið að leita út í sveitir landsins og upp í hálendið í auknum mæli á þessum tækjum. Það sem hins vegar of fáir gera er að vera með góðlátlega athugasemd um að betur mætti gera í öryggisklæðnaði ef mönnum finnst svo vera (sjálfur hæli ég mönnum fyrir gott öryggi og að sama skapi bendi ég öðrum á að til sé betri og öruggari búnaður ef upp á vantar að mínu mati).

Torfærubúgarðar vinsælir í Ameríku á COVID-ári

Fyrir rúmri viku sá ég landeiganda ræsa yfir 100 keppendur í þolaksturskeppni í landi sínu á Hellum í Landsveit. Flott og tilkomumikið start þar sem jörðin skalf og háværar drunur mótoranna voru nánast við þolmörk.

Miðað við mikla aukningu á torfærutækjum er nokkuð ljóst að á komandi árum mun verða vöntun á aksturssvæðum fyrir svona tæki og hugsanlegt að sóknarfæri verði í að skipuleggja landsvæði fyrir torfærutæki. Svona búgarðar eru víða í Ameríku þar sem aukningin á COVID-árinu í sölu á torfærutækjum er nálægt 50% frá fyrra ári (mest fjórhjól og buggybílar). Þar af leiðandi hefur verið mikið að gera á „torfærubúgörðum“ í USA í sumar og til að anna því eru flestir búgarðarnir að margfalda stígagerð í landi sínu til að anna aukinni aðsókn. Spurning hvort ekki mætti kanna grundvöll fyrir sambærilegum búgörðum hér á landi í framtíðinni út frá öryggis- og umhverfissjónarmiðum. Svo er hugsanlega þarna tekjulind fyrir landeigandann og nálæga ferðaþjónustu.

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.