Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Örverur gegna lykilhlutverki í að binda kolefni í jarðvegi samkvæmt nýrri rannsókn.
Utan úr heimi 13. júní 2023

Örverur lykillinn að bindingu kolefnis í jarðvegi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örverur eru langmikilvægasti þátturinn í að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var 24. maí í tímaritinu Nature.

Í grein á vef bandaríska Cornell-háskólans segir að rannsóknin veiti mjög mikilvægar vísbendingar með tilliti til loftslagsbreytinga og bætts jarðvegsheilbrigðis, fyrir m.a. landbúnað og matvælaframleiðslu. Rannsóknin sé hin fyrsta sem mæli hlutfallslegt mikilvægi örveruferla í kolefnishringrás jarðvegs.

Rannsóknin, „Microbial Carbon Use Efficiency Promotes Global Soil Carbon Storage“, setji fram nýja nálgun til að skilja betur gangverk jarðvegskolefnis, með því að keyra saman örverutölvulíkön, gagnaaðlögunarkerfi og vélanám til að greina umfangsmikil gögn sem tengjast kolefnishringrásinni.

Niðurstöðurnar séu einkar forvitnilegar m.a. í tengslum við búskaparhætti og aukið fæðuöryggi. Rannsakendur komust að því að geta örvera til að geyma kolefni í jarðvegi er hið minnsta fjórfalt mikilvægari en nokkurt annað ferli, þar á meðal niðurbrot lífefna. Þetta séu markverðar upplýsingar því jarðvegur jarðarinnar geymi þrefalt meira kolefni en andrúmsloftið. Mæld var skilvirkni kolefnisnotkunar örvera, sem segi annars vegar til um það magn kolefnis sem notað var af örverum til vaxtar og hins vegar hversu mikið var notað til efnaskipta. Þegar kolefni sé notað til vaxtar bindi örverur það í frumum og að lokum í jarðvegi. Notað til efnaskipta losni kolefni sem aukaafurð í andrúmslofti sem koltvísýringur, þar sem það virki sem gróðurhúsalofttegund. Rannsóknin sýni að vöxtur örvera sé mikilvægari en efnaskipti til að ákvarða hversu mikið kolefni geymist í jarðvegi.

Segir í frétt Cornell-háskóla að kolefnisvirkni jarðvegs hafi verið rannsökuð síðustu tvær aldir, en þær rannsóknir aðallega snúist um hversu mikið kolefni berist í jarðveg úr plöntuleifum og rótum og hversu mikið tapist út í andrúmsloftið í formi CO2 þegar lífrænt efni brotnar niður.

Skylt efni: jarðvegsrannsóknir

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...