Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem fjármálastjóri og tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í tæp 40 ár.

Örvar er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Kóða og Glitni. Einnig hefur hann verið framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fjallafélagið.

Örvar tekur til starfa í janúar á næsta ári, en Gylfi starfar fyrir BÍ fram yfir Búnaðarþing á næsta ári.

Byrjaði í sumarafleysingum

Gylfi telst vera með lengstu starfsreynsluna innan Bændasamtaka Íslands – og hann starfaði áður fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins.

„Ég kom fyrst til starfa við sumarafleysingar hjá Framleiðslu­ ráði landbúnaðarins árið 1979 og vann þar með skóla út árið 1981 og síðan í fullu starfi árin 1982 og 1983. Árið 1984 var ég hins vegar í fullu starfi í knattspyrnuskóla Fram og við þjálfun 6. flokks.

Árið 1985 var ég síðan ráðinn í fullt starf hjá Stéttarsambandi bænda við bókhalds­ og gjaldkerastörf – reyndar með stuttri viðkomu hjá Olís haustið 1984 fram á vor 1985. Við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 tók ég síðan við fullu starfi hjá Bændasamtökum Íslands, fyrst sem aðalbókari og síðan skrifstofu­ og fjármálastjóri frá og með árinu 2004,“ segir Gylfi.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...