Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jón Knútur Ásmundsson.
Jón Knútur Ásmundsson.
Menning 20. nóvember 2024

Ort um hvunndaginn og samband kynslóðanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jón Knútur Ásmundsson er fæddur árið 1975 í Neskaupstað. Slög er hans önnur ljóðabók en áður kom út ljóðabókin Stím (2022) þar sem ort var um föðurmissi, samband kynslóðanna og veruleika smábæjarins, og smásagnasafnið Nesk (2007).

Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör veitti Jóni Knúti í ársbyrjun sérstaka viðurkenningu fyrir ljóðin Fálæti og Legið yfir gögnum sem er að finna í Slögum.

Ljóð bókarinnar fjalla um hversdagslífið og eru mörg lágstemmd en oft meinfyndin, margræð og afar hnyttin.

Trommari á hlaupum

Jón Knútur segist aðspurður hafa fengist við eitt og annað gegnum tíðina. „Ég byrjaði á að bera út Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins í Neskaupstað, tíu eða ellefu ára gamall, beitti þegar ég var unglingur, og svo fór ég í frystihúsið, netagerðina og allt þetta hefðbundna sjávarþorpsdæmi,“ segir hann.

Hann menntaði sig í félagsvísindum. „Ég fór í blaðamennsku í nokkur ár í framhaldinu, prófaði prent, útvarp og smá sjónvarp en gerðist svo upplýsingafulltrúi sem hafa jú orðið örlög margra blaðamanna á síðustu árum. Hef verið í þannig djobbi í tíu ár eða svo hjá Austurbrú. Lít samt á mig sem blaðamann fremur en upplýsinga- fulltrúa, bara svo það sé sagt!“ segir hann sposkur.

Jón Knútur segist eiga sér líf utan vinnu og leggi áherslu á að sinna því. „Ég á konu, börn og hund. Spila á trommur, sinni skrifum, les bækur ogferútað hlaupa.“

Safnar í sarpinn

Hann segist vakna snemma og skrifa daglega. „Ég fæ útrás fyrir vitleysisgang á samfélagsmiðlum og svo endar sumt í möppum í Dropboxinu mínu. Þær eru orðnar nokkrar og heita dularfullum nöfnum eins og „Malbik endar“, „Opið skrifstofurými“, „Lokuð búsetuúrræði“, „Þrammið í gúmmístígvélunum“ og fleira. Ég veit ekki hvernig þetta þróast. Kannski verður til önnur ljóðabók eftir nokkur ár. Kannski eitthvað annað. Ég bara veit það ekki og það er ekkert að trufla mig,“ útskýrir hann. Jafnframt segist hann enn blogga af og til á jonknutur.is.

Ábaksíðu bókarinnar eru ýmsar merkingar orðsins slög að finna: högg með hnefa, sláttur í hjarta og æðum, hljóð í klukku, ásláttur við vélritun eða trommuleik, huppur og skammrif af sláturdýri, mælikvarði á lengd minningargreina í dagblöðum.

Heimaslóð

Austfjarðaþokan víðsfjarri
Mjóafirði
sit inni í Sólbrekku
les í slitinni bók
um forfeður mína
sem bjuggu á Krossi
hér hinum megin í firðinum

kuldi
vosbúð
harðindi

þetta er frásögn
af ekta íslenskum barningi

langalangafi minn
leitaði loks betra lífs á Norðfirði
enda virtist sá staður gæddur
öllum þeim kostum
sem verstöðvar þurfa að hafa
bjó þar í húsi
sem hét hinu strangheiðarlega nafni
Harðangur

verandi yfirmáta sjálfhverfur
hugsa ég
um eigin stöðu
meðan ég drekk rjúkandi heitt kaffi
inni í Sólbrekku
og fylgist með börnunum mínum
fyrir utan gluggann að leik
við bæjarseppann

af svona fólki ertu kominn

mundu þetta

mundu þetta

líði þér einhvern tímann
eins og þú sért

ættsmár og einn

Slög, útg. Gjallarhorn, 2024, bls. 58-59

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...