Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 14. desember 2021

Orðinn að vissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður hefur samið á undanförnum árum.

Sigurður starfar við skýrsluhald hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en hefur auk þess verið bóndi, starfað við grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk þess að hafa áhuga á andlegum málum sem leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér réttinda til jógakennslu.

Hann hefur fengist við kveðskap og ljóðagerð með einum eða öðrum hætti frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi grunur“.

Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.


Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.

Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,

mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,

ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).

Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:

Mér mun borgið,
en hvað um ykkur?


Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.