Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 14. desember 2021

Orðinn að vissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður hefur samið á undanförnum árum.

Sigurður starfar við skýrsluhald hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en hefur auk þess verið bóndi, starfað við grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk þess að hafa áhuga á andlegum málum sem leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér réttinda til jógakennslu.

Hann hefur fengist við kveðskap og ljóðagerð með einum eða öðrum hætti frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi grunur“.

Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.


Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.

Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,

mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,

ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).

Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:

Mér mun borgið,
en hvað um ykkur?


Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...