Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fire blight leggst á plöntur af rósaætt og getur leikið þær mjög illa.
Fire blight leggst á plöntur af rósaætt og getur leikið þær mjög illa.
Fréttir 8. október 2020

Ólíklega eldibrandur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sumar kom upp sjúkdómur í plöntum sem mögulega var talinn vera það sem kallast Fire blight, eða eldibrandur, eins og sjúkdómurinn var kallaður. Niðurstaða rannsókn Mast sýna að líklega er ekki um þann sjúkdóm að ræða þrátt fyrir að hann finnist víða í nágrannalöndum okkar.

Brynjar Rafn Ómarsson, fag­sviðsstjóri eftirlits með plöntuheilbrigði, segir að eftir að umræða um sjúkdóminn kom upp hafi Matvælastofnun tekið svokölluð hrað- eða strimlapróf af sýktum sýnum í Reykjavík, austur á Selfoss og upp í Borgarnes, sem er svæði sem þeir fengu tilkynningar um að smit gæti verið að finna. „Strimlapróf að þessu tagi eru mjög sértæk og öll sýnin 22 sem við tókum reyndust vera neikvæð hvað varðar þennan ákveðna sjúkdóm og því líklegt að ekki sé um Fire blight að ræða.“

Sýni verða send til Noregs

Þar sem strimlapróf eins og Mast notaði skimar eingöngu fyrir ákveðnum sjúkdómum er ekki útilokað að um annan sjúkdóm en eldibrand sé að ræða.

Brynjar Rafn Ómarsson, fagsviðsstjóri eftirlits með plöntuheilbrigði.

Að söng Brynjars gefur augaleið að það er eitthvað að hrjá plönturnar þótt það sé ekki akkúrat Fire blight. „Hugmyndir er að senda sýni til nákvæmrar greiningar til Noregs næsta vor. Ástæðan fyrir því að það er ekki gert í ár er að það var talsvert liðið á sumarið og því fylgir skriffinnska að fá leyfi til að senda sýkta plöntuhluta til greininga milli landa og það ferli tekur nokkrar vikur. Það skekkti tímarammann og sú greining ekki orðið nógu markviss. Við ákváðum því að hafa vaðið fyrir neðan okkur og sækja um leyfið tímanlega og senda sýnin út til greiningar næsta vor eða snemma næsta sumar.“

Ekki í viðauka reglugerða um innflutning plantna

„Fire blight er ekki, frekar en ýmsir aðrir plöntusjúkdómar, sérstaklega tilgreindur á Íslandi sem vandamál og ekki í viðauka við reglugerð um innflutning á plöntum. Hann er það í nágrannalöndum okkar og á varúðarlista EPPO, European and Mediterranean Plant Protection Organization, sem fylgist með plöntuheilbrigði og útbreiðslu plöntusjúkdóma í Evrópu og full ástæða til að hafa auga með honum.“