Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ólafsvellir
Bóndinn 22. apríl 2020

Ólafsvellir

Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi er landnámsbær.

Býli:  Ólafsvellir.

Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúp­verja­hreppur.

Ábúendur: Georg Kjartansson og Mette Pedersen. Kjartan Georgsson og Pétur Kjartansson búa í gamla bænum.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Georg og Mette ásamt þremur dætrum; Katrín háskólanemi, Rakel, sem vinnur á búinu og Rebekka, sem er í grunnskóla. Heimilið deilir fimm íslenskum fjárhundum, einum schnauzer og ketti.

Stærð jarðar? 500 hektarar.

Gerð bús? Mjólkurkýr, hross og vélaútgerð.

Fjöldi búfjár og tegundir? 75 mjólkurkýr, 51 kvíga, 20 naut og tæp 60 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefbundinn vinnudagur er mjög breytilegur, byrjar þó alltaf á að fara út í fjós og horfa á róbótinn, og síðan allt frá  að fara aftur inn að leggja sig til að fara út um allar trissur að vinna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flestir hér á bæ hafa mjög gaman af heyskap og þegar merarnar fara að kasta. Leiðinlegast myndi vera þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýtt fjós og skógrækt.
Helstu tækifærin í framleiðslu íslenskra búvara? Mjólkur­fram­leiðsla.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það sem við erum alltaf með í ísskápnum er mjólk, AB mjólk, ostur, lýsi og ávextir.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann, nema kannski þegar við breyttum fjósinu í lausagöngu.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...