Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...