Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ofbeit vandamál sem þarf að leysa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu.

„Starf mitt snýst að stórum hluta um jarðvegsvernd og beitarstjórnun. Ofbeit er mikil í landinu og henni fylgir iðulega gróður- og jarðvegseyðing. Þegar kemur að ofbeit eru það hross og geitur sem eru okkar helsta vandamál þar sem fjöldi þeirra hefur aukist mikið frá 1990 og að mínu mati verður að fækka í þessum stofnum ef ná á tökum á ofbeitinni. Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að segja til sín í Mongólíu og land er farið að blása upp vegna þurrka.“

Frjálsu félagasamtökin sem Ulambayar vinnur hjá nefnast Green Gold Pasture Ecosystem Management Programme og þau vinna að rannsóknum á ástandi beitilanda og bættri beitarstjórnun með það að markmiði að koma í veg fyrir hnignun beitilanda og viðhalda gæðum landsins. Þetta gera þau m.a. með því að vinna með hirðingjum sem nýta landið og með því að aðstoða við að samþætta starf stofnana í Mongólíu sem hafa með skipulag, nýtingu og lagaumgjörð beitilanda að gera. „Green Gold Pasture-verkefnið er fjármagnað af þróunarsamvinnustofnun Sviss og tengist svipuðum verkefnum sem unnin eru í nokkrum löndum í Asíu.“

Ulambayar segist vonast til að með námi sínu hér á landi öðlist hann meiri þekkingu á beitarstjórnun og verndun vistkerfa almennt. „Eftir að ég kem aftur heim vonast ég til að geta unnið að verkefni sem felst í að kortleggja beitilönd og meta ástand þeirra og í kjölfar þess veita ráðleggingar um hversu mikil beitin má vera og þannig draga úr hættu á ofbeit. Kortlagning svæðanna er þegar hafin og hluti af verkefni mínu hér er að vinna úr þeim gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi.“

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...