Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ofbeit vandamál sem þarf að leysa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu.

„Starf mitt snýst að stórum hluta um jarðvegsvernd og beitarstjórnun. Ofbeit er mikil í landinu og henni fylgir iðulega gróður- og jarðvegseyðing. Þegar kemur að ofbeit eru það hross og geitur sem eru okkar helsta vandamál þar sem fjöldi þeirra hefur aukist mikið frá 1990 og að mínu mati verður að fækka í þessum stofnum ef ná á tökum á ofbeitinni. Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að segja til sín í Mongólíu og land er farið að blása upp vegna þurrka.“

Frjálsu félagasamtökin sem Ulambayar vinnur hjá nefnast Green Gold Pasture Ecosystem Management Programme og þau vinna að rannsóknum á ástandi beitilanda og bættri beitarstjórnun með það að markmiði að koma í veg fyrir hnignun beitilanda og viðhalda gæðum landsins. Þetta gera þau m.a. með því að vinna með hirðingjum sem nýta landið og með því að aðstoða við að samþætta starf stofnana í Mongólíu sem hafa með skipulag, nýtingu og lagaumgjörð beitilanda að gera. „Green Gold Pasture-verkefnið er fjármagnað af þróunarsamvinnustofnun Sviss og tengist svipuðum verkefnum sem unnin eru í nokkrum löndum í Asíu.“

Ulambayar segist vonast til að með námi sínu hér á landi öðlist hann meiri þekkingu á beitarstjórnun og verndun vistkerfa almennt. „Eftir að ég kem aftur heim vonast ég til að geta unnið að verkefni sem felst í að kortleggja beitilönd og meta ástand þeirra og í kjölfar þess veita ráðleggingar um hversu mikil beitin má vera og þannig draga úr hættu á ofbeit. Kortlagning svæðanna er þegar hafin og hluti af verkefni mínu hér er að vinna úr þeim gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi.“

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.