Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Mynd / SE
Á faglegum nótum 21. október 2020

Nýtt naut í notkun

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML

Fyrir skömmu birtist yfirlit um reynd naut í notkun hér á síðum blaðsins. Nú hefur verið keyrt nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu síðan þetta yfirlit birtist. Hins vegar urðu það litlar breytingar á nautunum að lítil ástæða er til endurtaka það sem áður hefur verið sagt um þau. 

Rétt er þó að taka fram að Loki 12071 lækkaði um eitt stig og stendur nú í 107 í heildareinkunn. Þá hækkuðu Hæll 14008, Hnykkur 14029, Stáli 14050 og Bjarki 15011 allir um eitt stig. Svampur 15027 og Ábóti 15029 styrktu sína stöðu með hækkun um tvö stig.

Fagráð í nautgriparækt ákvað að setja eitt nýtt naut í notkun sem reynt naut og er þar um að ræða Flóða 15047 frá Hnjúki í Vatnsdal. Flóði er sonur Bamba 08049 móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn. Frekari upplýsingar um Flóða er að finna á nautaskra.net og þá mun ný nautaskrá koma út innan tíðar.

Meginástæða þess að ekki var hægt að taka afstöðu til fleiri nauta úr 2015-árgangnum er sú að enn skortir á upplýsingar úr mjaltaathugunum. Því miður er staðan sú að skil á þeim hafa versnað frá því sem áður og er nú svo komið að þetta er þrengsti flöskuhálsinn er að afkvæmadómi nautanna kemur. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að skila mjaltaathugnum hið fyrsta.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...