Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum frá 2001.

Ekki fæst uppgefið úr matvælaráðuneytinu hvað felst í nýjum grunni, en hann þjónar tvenns konar tilgangi; vera grundvöllur útreikninga fyrir afurðaverð til kúabænda annars vegar og á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvörum hins vegar, sem verðlagsnefnd búvöru ákveður.

Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Endurspeglar rekstur kúabús af hagkvæmri stærð

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er það mat nefndarinnar að nýi grundvöllurinn endurspegli rekstur kúabús af hagkvæmri stærð og taki mið af hagkvæmum framleiðsluháttum dagsins í dag. Næstu skref séu að setja verðlagsgrundvöllinn upp á skipulegan hátt og yfirfara alla grunnþætti, skrifa lýsingu á því sem er til grundvallar og fleira. Í svari ráðuneytisins segir að gerð verði betri grein fyrir þeim þáttum sem verðlagsgrundvöllur byggir á, þegar tímabært sé að setja hann formlega á fót.

Tafir á skilum Hagfræðistofnunar

Um síðustu mánaðamót rann úr skipunartími verðlagsnefndar búvöru, sem hefur starfað frá árinu 2022. Af sjö tilnefndum fulltrúum eiga Bændasamtök Íslands (BÍ) tvo fulltrúa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) tvo. BÍ hefur tilnefnt Rafn Bergsson, formann deildar kúabænda hjá BÍ og bónda í Litlu-Hildisey 1, og Sigurbjörgu Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbónda á Hjarðarfelli, sem situr í stjórn BÍ, sem sína fulltrúa í nýja nefnd. Rafn mun sitja áfram í nefndinni en Sigurbjörg kemur ný inn. SAM tilnefnir Elínu Margréti Stefánsdóttur og Pálma Vilhjálmsson til áframhaldandi setu í nefndinni.

Fráfarandi formaður nefndarinnar, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, hefur skýrt tafirnar á uppfærslu verðlagsgrunnsins hér í blaðinu svo að það hafi tekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands lengri tíma að skila rammanum fyrir nýjan grunn. Farið var í vinnu við þá endurskoðun þegar fráfarandi nefnd var skipuð í september 2022.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...