Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýr SsangYong Korando
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 12. október 2020

Nýr SsangYong Korando

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í byrjun árs 2020 var von á nýjum SsangYong Korando í Bílabúð Benna, en af ýmsum ástæðum (mest vegna COVID) seinkaði komu bílsins. Nú er bíllinn kominn og er með 163 hestafla bensínvél, ýmist eindrifs eða fjórhjóladrifinn. Ég prófaði fjórhjóladrifna sjálfskipta bílinn fyrir skemmstu.

Fór þennan holukafla við Hafravatn sjö sinnum til að prófa mismunandi fjöðrun og felgur.

Lengri, breiðari með margar nýjungar í samanburði við gamla Korando

Bíllinn er nánast ekkert líkur eldri árgerðunum af Korando, á sjálfur 2017 bíl og miða við hann. Þarna hefur kraftmiklu 178 hestafla dísilvélinni verið skipt út fyrir 163 hestafla 1,5 lítra bensínvél. Í bílinn er komið mikið af nýtísku þægindum, s.s. bakkmyndavél, GPS leiðsögubúnaður, hiti í stýrið, hiti og kæling í framsætum, akreinalesari, blindhornsvari sem gefur ljós í hliðarspegla sem eru líka upphitaðir, læsing á millikassa ásamt fleiru. 

Ökumótin eru þrjú (normal, sport og winter) og mikill munur er á snerpu og mýkt á milli þessara þriggja ökustillinga. 

Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari, en farangursrýmið virðist styttra, en í staðinn dýpra niður. Bíllinn er mjög vel hljóðeinangraður og mælist hávaðinn inni í bílnum ekki nema 70,0 db á 90 km hraða, sem er mjög gott. Það er betri mæling en í nokkrum af þeim rafmagnsbílum sem ég hef hávaðamælt á sama hraða og sama vegi.

Akreinalesarinn flautar á mann og togar líka í stýrið.

Prufuaksturinn

Ég ók bílnum rúmlega 100 km og að honum loknum var mín meðaleyðsla samkvæmt aksturstölvunni 8,7 lítrar á hundraðið. Það er ansi nálægt uppgefinni eyðslu, sem er 8,3 lítrar á hundraðið á fjórhjóladrifna bílnum (6,9 á eindrifs bílnum). 

Mest ók ég í „sportstillingunni“ en á henni er snerpan best og krafturinn ágætur. Fann samt alveg mun á mínum gamla sem er 15 hestöflum kraftmeiri og togar betur.  

Bíllinn sem ég prófaði var á 18 tommu felgum og á góðu malbiki var hreint æðislegt að keyra hann, svarar eins og hugur manns í beygjum og alltaf gott grip. 

Akreinalesarinn virkar þannig að rétt áður en hann flautar á ökumann togar hann sjálfur aðeins í stýrið í þá átt sem á að beygja ef maður nálgast miðlínu eða kantlínu of mikið. Eins og svo oft í reynslukeyrslum mínum keyrði ég malarveginn meðfram Hafravatni til að finna hvernig bíllinn er á möl. Þar gerði ég mistök sem ég áttaði mig ekki á fyrr en daginn eftir þegar ég prófaði bílinn aftur.

Til að afturljós séu kveikt þarf að muna að vera með ljós kveikt (og aldrei slökkva þau í SsangYong).

Ekki sama í hvaða stillingu bíllinn er á holóttum malarvegi

Á 18 tommu felgum með stillt á sport-stillinguna var bíllinn óeðlilega stífur og hastur svo að ég vildi prófa bílinn á 17 tommu felgum sem ég gerði daginn eftir. Þá kom ég inn á mölina með bílinn stilltan á „normal“ akstursstillingu og ætlaði hreinlega ekki að trúa muninum á því bara að breyta felgunum um tommu. Til baka ók ég svo á „sport“ stillingunni og þá var bíllinn mun stífari og hastari svo að ég fór aðra ferð með stillt á „winter“ stillinguna og þá var hann enn mýkri en í „normal“. 

Alls fór ég sjö ferðir fram og til baka þarna á holóttum veginum og niðurstaðan var sú að sé ekið á möl er best að hafa bílinn í „normal eða winter“ stillingunum. Munurinn er það mikill og töluverður munur er á mýkt að keyra á 17 tommu felgunum í stað 18 á malarvegi. Ég á sjálfur 16 tommu felgur með vetrardekkjunum mínum sem ég prófaði að setja undir bílinn. Það passar þannig að fyrir þá sem vilja fá enn meiri mýkt í bílinn geta þeir sett 16 tommu felgur undir hann.

Verð, plúsar og mínusar

Verðið er frá 4.390.000 á eindrifs bílnum, en frá 5.990.000 á fjórhjóladrifna bílnum. Það verður að kallast mjög gott verð miðað við stöðu gjaldmiðla í dag. 

Ekki eru margir mínusar en samt smá. Til að vera löglegur í umferð þarf að muna að kveikja ljósin til að fá afturljós á bílinn. Hafa bara ljósatakkann alltaf svoleiðis, þó mælaborðið kvarti þá slekkur bíllinn sjálfkrafa ljósin eftir nokkrar sekúndur. Í sýningarsal í Bílabúð Benna er ekki varadekk í bílunum, en Benni sjálfur sannfærði mig um að allir bílar yrðu með „varadekks-aumingja“ við afhendingu. 

Plúsarnir eru margfalt fleiri, en fyrst vil ég nefna gott verð miðað við gengi, mestan mun fann ég á ökumannssætinu sem er mun betra en í gamla, hitann í stýrinu og akreinalesarinn les glettilega ógreinilegar línur.

Helstu mál og upplýsingar:

Lengd

4.450 mm

Hæð

1.620 mm

Breidd

1.870 mm

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...