Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændurnir í Lambhaga, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, komu inn í verkefnið í byrjun árs 2021 með blandaðan búskap.
Bændurnir í Lambhaga, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, komu inn í verkefnið í byrjun árs 2021 með blandaðan búskap.
Mynd / smh
Í deiglunni 7. nóvember 2023

Nýr samningur sem gildir út næsta ár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samstarfssamningur hefur verið undir­ritaður um fram­hald á verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem mun gilda út næsta ár.

Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og matvælaráðuneytisins og var sett á fót á árinu 2020. Með nýjum samningi er stefnt að því að verkefnið stækki og eflist.

Meginmarkmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá landbúnaði og land- notkun og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri.

Fimm garðyrkjubýli bætast við

Karvel L. Karvelsson, fram­kvæmdastjóri RML, segir að það sem breytist frá fyrri samningi er að nú bætast tíu sauðfjár- og nautgripabú við hóp þátttakenda, auk fimm garðyrkjuframleiðenda í útiræktun – sem eru þá þeir fyrstu sem koma inn í verkefnið úr þeirri grein.

Mun fleiri umsóknir bárust en hægt var að samþykkja, eða alls um 25, og því var dregið af handahófi úr lista umsækjenda og fyrstu fimmtán sem komu upp úr pottinum var boðin þátttaka.

Verkefnið er hluti af aðgerða­áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og þeir bændur sem taka þátt í verkefninu fá aðgang að ráðgjöf og fræðslu um loftslagsmál.

Í tilkynningu úr matvæla­ráðu­neytinu kemur fram að í lok síðasta árs hafi 46 bú verið þátttakendur í verkefninu; 22 í sauðfjárrækt og 24 í nautgriparækt.

Árangurstengdar greiðslur

Greiddir eru styrkir fyrir þátttöku, til að mynda vegna efnagreininga, auk þess sem teknar hafa verið upp árangurstengdar greiðslur samkvæmt aðgerðaráætlun.Samkvæmt stöðu- skýrslu um verkefnið frá 2022 hefur þekking þátttakenda á loftslagsmálum aukist sem og færni þeirra í loftslagsaðgerðum. Bændurnir hafa þjálfast í að skipuleggja landnotkun á jörðum sínum og öðlast betri yfirsýn yfir fyrirliggjandi verkefni í búrekstrinum. Í skýrslunni segir að þátttaka í verkefninu hafi einnig hvatt bændur til að vera virkir í umræðunni um loftslagsmál í sínu nærsamfélagi.

Nýta á þá þekkingu sem verður til í verkefninu í framtíðarstefnumótun á málefnasviðinu.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f