Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Honda Jazz Crosstar.
Honda Jazz Crosstar.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 29. október 2020

Nýr og mikið breyttur Honda Jazz

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Árið 1982 kom Honda fyrst með smábíl sem nefndist Jazz, frá þeim tíma hefur bíllinn tekið miklum breytingum árgerð fá árgerð, en sennilega er nýjasta árgerðin af Jazz mesta breytingin á milli árgerða af þeim öllum. 

Ég prófaði nýjasta Hondabílinn sem ber nafnið Jazz fyrir stuttu síðan og útkoman var mun betri en ég átti von á fyrir aksturinn.

Einbeittur brotavilji í bensíneyðslu yfir 15 lítrar á hundraðið, en 2,1,0 lærði smám saman að spara og var orðinn ágætur eftir 100 km akstur.

Vélin sparneytnari og hljóðlát

Bíllinn heitir nú Honda Jazz E:HEV og er með 1498cc. bensín/rafmagnsvél sem skilar 109 hestöflum. Eins og margir aðrir framleiðendur hafa verið að hanna og setja í smærri bíla vinna saman bensínvélin og rafmagnshjálparmótor og virkar best í innanbæjar akstri (þar sem oft er bremsað og rafmagn fer inn á rafmótorinn). 

Uppgefin eyðsla í innanbæjarakstri er því lægri en í langkeyrslu. Innanbæjar um 2,5 lítrar en langkeyrslu rúmir 4 á hundraðið samkvæmt sölubæklingi. Ég var að eyða í langkeyrslunni tæpum 5 lítrum á hundraðið, en það þarf að keyra bílinn mjúklega til að ná þessari eyðslu. Enginn vandi ef maður vandar sig að spara á þessum bíl og líka enginn vandi að koma eyðslunni upp undir 15 lítra á hundraðið með einbeittum brotavilja.

Vélin er afar hljóðlát, eins og alla bíla sem ég prófa þá hávaðamældi ég bílinn sem mældist betur en margur rafmagnsbíllinn, eða 70,6 desibel.

Haltu um stýrið segir mælaborðið næstum um leið og stýrinu er sleppt.

Fannst ljótt, en er eftir á ljótt, flott sökum virkni

Næstum allir bílar eru með loftpúða sem springur út við árekstur fyrir framan ökumann og farþega, en í marga bíla vantar vörn fyrir framan hné á ökumanni og farþega í framsætum, en þarna er kominn loftpúði sem ver hné og fætur við árekstur. 

Í bílnum er mjög næmur akreinalesari, svo næmur að ef maður heldur laust um stýrið þá stýrir bíllinn sjálfur, en ef maður sleppir alveg stýrinu lætur mælaborðið vita bæði með viðvörunarljósi og hljóði. Ég lét bílinn stýra sjálfan yfir Mosfellsheiðina, frá Gljúfrasteini að Grafningsafleggjara, hélt bara laust um stýrið og bíllinn sá um „rest“. 

Litlu hliðarrúðurnar fyrir framan framhurðirnar og aftan framrúðu gefa manni mun betri hliðarsýn en maður á að venjast og fyrir mér sem fannst þetta ljótt við fyrstu sýn er eftir á að hyggja snilldarhönnun sem ég tók fullkomlega í sátt sökum betra útsýnis innan frá úr bílnum.

Bíllinn kom vel út á þessum holótta malarvegi.

Kom betur út á holóttum malarvegi en margur dýrari bíll

Aðeins einn mínus fann ég, en hann er að ekkert varadekk er í bílnum. Ljósin þarf að kveikja, en það þarf ekki nema einu sinni því þó að mælaborðið segi manni að slökkva ljósin þegar drepið er á bílnum má hundsa þá skipun því ljósin slökkva á sér eftir 10-15 sek. eftir að bílnum er læst. Framsætin góð og þægileg, mikið rými fyrir þá sem sitja í aftursætum.

Bakkmyndavélin sýnir vel afturfyrir bíl og leiðsögukerfið í bílnum er gott. 

Á holóttum malarvegi heyrist aðeins smásteinahljóð undir bílnum, en fjöðrunarkerfið er mun betra en ég átti von á þrátt fyrir að vegurinn sem ekið var á hafi verið einstaklega holóttur með djúpum holum. Það hefur örugglega ekki verið vinsælt hjá starfsmönnum Öskju sem þurftu að þrífa drulluskítugan bílinn eftir mig.

Gott verð og 5 ára ábyrgð

Bíllinn sem ég prófaði var dýrari gerðin af Honda Jazz og nefnist Crosstar, sjálfskiptur, framhjóladrifinn og kostar 4.790.000, en ódýrasti bíllinn er á verði frá 4.490.000. 

Þó að uppgefinn hestaflafjöldi sé ekki nema 109 hestöfl er snerpan góð (0-100 km. hraði er uppgefinn á 9,4 sek.) Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.honda.is.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd

1.304 kg

Hæð

1.526 mm

Breidd

1.694 mm

Lengd

4.044 mm

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...