Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Líf og starf 18. desember 2023

Nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Ýr Elíasdóttir hefur verið ráðinn nýr kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga eftir að Björn Líndal Traustason sagði upp störfum í haust.

Þórunn tekur við nýja starfinu 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja og stofnana. Hún var í yfir 30 ár rekstrar- og síðar fjármálastjóri hjá heildversluninni Kemis ehf. sem var fjölskyldufyrirtæki í eigu foreldra hennar. Einnig átti hún og rak blómaverslun í Breiðholtinu ásamt því að hafa starfað sem skrifstofu- og fjármálastjóri hjá félagasamtökunum Samhjálp. Síðustu ár hefur hún sinnt bókhaldsstörfum í ráðhúsi Húnaþings vestra.

Ættleidd frá Suður-Kóreu

Þórunn Ýr er fædd árið 1976 í Suður- Kóreu og er ættleidd þaðan. Hún var sótt þangað þegar hún var níu mánaða gömul og var alin upp í Breiðholti þar sem hún hefur búið lengst af. Hún er einkabarn foreldra sinna.

„Við hjónin réðum okkur svo í sláturtíð hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga haustið 2020 og ætluðum okkur að vera í tvo mánuði, sem nú eru orðin þrjú ár og eftir þessa ráðningu er ekki fararsnið á okkur í bráð svo það teygist áfram á þessum tveimur mánuðum,” segir Þórunn Ýr hlæjandi. Hjónin eiga sex börn, þrjár tengdadætur og átta barnabörn.

Fjörutíu starfsmenn

Þórunn Ýr segir að nýja starfið leggist ljómandi vel í sig. „Ég fæ að fást við fólk, þjónusta fólk, glíma við tölur og verð, markaðssetningu og öllu því sem svona rekstri fylgir. Vonandi verð ég góður kaupfélagsstjóri, sem held áfram að halda skútunni uppréttri og á fleygiferð. Ég vil ná fram því besta frá þeim mannauði sem er þarna innandyra og halda uppi góðu og háu þjónustustigi til kaupenda.“

Fjörutíu manns starfa hjá kaupfélaginu, sem er á Hvammstanga, en þar eru starfandi þrjár deildir; kjörbúð, byggingar,- og búvörudeild og pakkhús.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f