Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Myndin sýnir dæmigerða uppsetningu á miðstöð þar sem vel kemur fram hversu haganleg þessi tæki eru og útlit þeirra ekkert síðra en til dæmis hitakútur sem notar rafmagn eða gashitari sem notaðir eru í Evrópu.  Þannig ofnar fást frá 9-100 kW og eru allir a
Myndin sýnir dæmigerða uppsetningu á miðstöð þar sem vel kemur fram hversu haganleg þessi tæki eru og útlit þeirra ekkert síðra en til dæmis hitakútur sem notar rafmagn eða gashitari sem notaðir eru í Evrópu. Þannig ofnar fást frá 9-100 kW og eru allir a
Á faglegum nótum 18. mars 2020

Nýjung á Íslandi – viðarperlur til húshitunar á köldum svæðum

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson - framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda
Orðið viðarperlur en nýtt orð yfir vöru sem erlendis gengur undir nafninu „Wood Pellets“. Orðið er komið frá Óskari Bjarnasyni, skógarbónda í Snjóholti á Héraði, og var vísast til fyrst opinberað á aðalfundi Félags skógarbænda á Austurlandi í fyrravor.
 
En hvað er þetta fyrirbæri „viðarperlur“ og hvers vegna gæti þessi vara verið áhugaverð fyrir okkur Íslendinga? Hvernig nýtist þetta bændum, eða öðrum sem hafa búsetu á köldum svæðum, þar sem ekki er kostur á annarri húshitun en með rafmagni eða olíu?
 
Til þessa hafa viðarperlur verið fluttar inn í töluverðu magni, eða allt að 3.000 tonnum á ári, en notkunin er einungis sem undirburður fyrir ýmiss konar búfénað. Viðarperlur eru mjög góðar til slíks brúks vegna mikillar rakadrægni perlnanna. Einnig binda þær ryk úr andrúmsloftinu ef gæði vörunnar eru góð. 
 
En það er fleira en sem sýnist
 
Notkun á viðarperlum hefur aukist gríðarlega en framleiðsla og notkun á heimsvísu var um 2 milljónir tonna um aldamótin en á árinu 2018 var notkunin 26,1 milljón tonn,  og það einungis í löndum Evrópusambandsins. Á milli áranna 2017 og 2018 hafði notkunin aukist um 8%. (European Pellet Council.)
 
60 prósent af þessu magni fara í notkun hjá einstaklingum til húshitunar og 40 prósent til rafmagns og framleiðslu á varma í sérstökum orkuverum. 
 
Svíþjóð, það mikla skóg­ræktar­land, er ágætt dæmi um notkun til samanburðar við Ísland. Heildarmagn viðarperlna á sænskum markaði 2018 var um 1,8 milljón tonn. Þetta samsvarar um 8,6 TWh varmaorku sem er svipað og öll varmanotkun á Íslandi, til hitunar og raforkuframleiðslu samtals (nánar tiltekið 9,4 TWh á árinu 2018 skv. ársyfirliti Orkustofnunar). 
 
En hvað eru viðarperlur?
 
Viðarperlur eru pressaður trjáviður sem fellur til við úrvinnslu á timbri svo sem við viðarvinnslu eða sem grisjunarviður eða hver sá trjáviður sem ekki hefur verið meðhöndlaður á einhvern hátt. Skógarauðlind Íslands vex stöðugt og því má reikna með auknu framboði grisjunarviðar af öllum stærðum og gerðum. Ómeðhöndlað timbur, svo sem brotin vörubretti, geta einnig verið prýðilegt hráefni sem annars hefði verið urðað eða sett í jarðgerðarvinnslu.
 
Framleiðslan, hvernig eru viðarperlur búnar til?
 
Hráefnið er malað niður í sag sem síðan fer í meðferð þar sem steinar og aðrir hugsanlegir aðskotahlutir eru fjarlægðir. Sagið er síðan þurrkað niður í 10-12% rakastig.
 
Þá er það sett í sérstaka perlupressu, sem við núning myndar hita í saginu og pressar í gegnum gatastykki, ekki ólíkt hakkavél.  Við hitann sem myndast við þessa aðgerð losna úr læðingi eiginleikar í efni sem er í öllum trjávið, lignum, sem bindur perlurnar saman.  Þær koma mjög heitar úr pressunni og fara því í kælimeðferð til að harðna fyrir pökkun. 
 
Framleiðsla þessi virðist einföld. Hún er samt nokkur nákvæmnisvinna þar sem huga verður að mörgum atriðum sem verða að vera á réttu róli, samtímis. Svo sem kornastærð og rakastig efnisins verður að vera rétt til að út pressist perlur sem hanga saman. 
 
Reynsla á gerð viðarperlna á Íslandi er stutt en nokkrir hafa þó reynt það og náð á ágætis tökum. Tandrabretti ehf. í Fjarðabyggð hefur nýlega hafið framleiðslu á viðarperlum og notar til þess jafnt grisjunarvið af Héraði og úrgangs­við sem til fellur úr timburbrettaframleiðslu félagsins auk efnis sem berst frá Alcoa og fleirum á Austurlandi. Hafin er vinna við að fá Evrópuvottun á perlurnar sem framleiddar eru til bruna en undirburður mun verða seldur undir vörumerkinu Ilmur.
 
Sneiðmynd af perlubrennara. 
 
 Miðstövar – perluofnar
 
Tækni og tæki til að brenna perlur hafa þróast mjög mikið á síðustu árum. Notkun í Evrópu er orðin mjög algeng eins og sala á perlum þar gefur til kynna. Þessi almenna notkun væri ekki möguleg ef þægindastuðull hins almenna notenda væri ekki orðinn á svipuðu reki og hann var vanur við að nota gas eða olíubrennara til upphitunar heimilisins. Íslendingar á ákveðnum aldri, sem bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins, muna sennilega flestir eftir olíukyndingu á sínum heimilum.
 
Bruna í perluofni er stýrt þannig að hann er mjög heitur og verður það til þess að mengun er sáralítil og notkun þessara ofna því leyfð innan þéttbýlis. Vegna hins háa hita við brunann og hreinleika hráefnisins verður svo til engin aska og er undir öllum mengunarstuðlum Evrópusambandsins hvað varðar útblástur.
Í húsum þar sem áður var kynt með gasi eða olíu hefur þeim brennurum verið skipt út og vatnið hitað með perlubrennara.
 
Einstakir ofnar eru minni og notaðir til að hita smærri rými.  Heitu lofti er blásið inn í rýmið í gegnum ristar ofarlega á ofninum.  Perlurnar eru settar í sérstakt hólf og er tækið algerlega sjálfvirkt og stjórnað með fjarstýringu.
 
 
Frekari möguleikar
 
Í Evrópu er þessi hitunarkostur einnig mikið notaður við að hita upp stærri byggingar svo sem íþróttaskemmur, sundlaugar og sýningarhallir. Knatthús á Íslandi gætu því vel nýtt sér þennan möguleika.  CHP (Combined Heat and Power) er svo annar möguleiki sem er farið að nota í auknum mæli en þá er hitinn fyrst notaður til að knýja túrbínu til raforkuframleiðslu en hitinn síðan notaður til húshitunar í fjarvarmaveitu.
 
Umhverfisáhrif
 
Notkun á viðarperlum hefur aukist svo mikið að undanförnu að notkun á jarðefnaeldsneyti hefur dregist saman. Mikið til er þar fyrir að þakka betri nýtingu og gæðum hráefnisins. Ólíkt bruna á jarðefnaeldsneyti og kola er bruni viðar kolefnishlutlaus.  
 
Notkun á hráefni úr skógum landsins er mikilvægt til að minnka kolefnisspor okkar. Á sama tíma getur þessi iðnaður orðið til þess að auka notkun á grisjunarvið úr skóginum á Íslandi. Þetta er aðferð sem nýtir allan tilfallandi við, hvort sem það eru smá tré úr snemmgrisjun eða stór tré sem ekki hentar til  flettingar. 
 
Hlynur Gauti Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Landssamtaka skógareigenda

Skylt efni: viðarperlur

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...